Greinasafn fyrir merki: eldra efni

Freyr Ingólfsson

Freyr Ingólfsson

Staða:
Efnaverkfræðingur

Fjölskylduhagir:
Í sambúð

Átt þú bíl:

Uppáhalds staður/borg:
Húsavík / Stokkhólmur

Hvernig ferð þú ferða þinna:
Hjóla í vinnuna og nota bílinn þegar ég þarf að versla og fara lengri vegalengdir

Hvað finnst þér um samgöngumál á stór-Reykjavíkursvæðinu:
Samgöngumál á stór-Reykjavíkursvæðinu er sniðið að þörfum einkabílsins, miklar vegalengdir og stór bílamannvirki sem taka mikið plás og eru staðsett á röngum stöðum. Flestar samgönguframkvæmdir, nýjar og gamlar, eru oft hugsuð til alltof skamms tíma. Helstu samgönguæðar eru byggðar á gömlum leiðum sem henta endilega ekki í dag og skera öll sveitarfélögin í helminga. Sundabraut er hins vegar gott dæmi um samgöngubót til að nefna eitthvað jákvætt, þar sem hægt er að losnað við tugi hringtorga og sleppa við að keyra í gegnum Mosfellsbæ. En að mínu mati er besta samgöngubótin þétting byggðar, flatarmál stór-Reykjavíkur svæðisins er allt of mikið miðað við fólksfjölda.

Björn Guðmundsson

Björn Guðmundsson

Staða:
Vinn hjá Mannvit, er menntaður véliðnfræðingur

Fjölskylduhagir:
Giftur og þrjú börn

Átt þú bíl:
Já, á einn bíl

Uppáhalds staður/borg:
Berlín

Hvernig ferð þú ferða þinna:
Hjóli og á bíl

Hvað finnst þér um samgöngumál á stór-Reykjavíkursvæðinu:
Ég reyni að hjóla reglulega til vinnu frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, nú yfir vetrarmánuðina þegar snjór er, er nokkuð erfitt að hjóla þar sem ekki er gert ráð fyrir hjólum við aðal umferðaræðar á þessari leið og ekki rutt nema rétt fyrir bíla en ekki út á vegöxlinni þar sem er snjór eða krapi. Þær gönguleiðir sem ég hjóla eftir eru ruddar seint og/ eða illa. Þar sem göngustígar fara á milli bæjarfélaga er jafnvel ekki rutt að bæjarmörkum.

Ganga og merkingar á gönguleiðum

Það efast enginn um að ganga er ein allra besta heilsubót sem völ er á.

Á heimasíðunni http://www.ganga.is/er að finna ítarlegur upplýsingar um allar helstu gönguleiðir sem er að finna á Íslandi í dag.

Ef það dugir ekki þá er alltaf hægt að hvetja sveitarfélögin/landeigendur til að búa til fleiri gönguleiðir.  Hér er tengill á leiðbeiningarrit frá Ferðamálastöðu um hvernig standa eigi merkingum á gönguleiðin -> http://www.ferdamalastofa.is/upload/files/Merkingar_gonguleida(1).pdf

Góða skemmtun. Gangi á guðs/óðins/búdda/eða eitthvað viðeigandi vegum

Þorsteinn Eggertsson

Þorsteinn Eggertsson

Staða:
Rithöfundur og söngvaskáld

Póstnúmer:

Fjölskylduhagir:
Í sambúð með konu

Átt þú bíl:
Nei. Hef aldrei átt svoleiðis nokkuð

Uppáhalds staður/borg:
Margir, td. Flórens og Kaupmannahöfn

Hvernig ferð þú ferða þinna:
Í strætó eða gangandi, enda er einkabíllinn ekki bara dýrari en strætó – ég þarf aldrei að leita að bílastæðum fyrir strætisvagnana.

Hvað finnst þér um samgöngumál á stór-Reykjavíkursvæðinu:
Allt of mikið af bílum og allt of mikið af vegaslaufum (mislægum gatnamótum). Í staðinn fyrir allar slaufurnar væri (eða hefði verið) hægt að byggja upp nokkuð gott lestakerfi. Það er misskilningur að lestakerfi í borgum þurfi öll að vera grafin neðanjarðar. Sjáið td. Kaupmannahöfn og Dublin (ég hef búið í báðum borgunum). Þar er meira en helmingur lestakerfanna ofanjarðar. Lestakerfi væri hagkvæmt í Reykjavík og nágrenni þar sem fólk eyðir ómældum tíma á köldum vetrardögum í að skafa frost af bílrúðum – og þarf að skipta um dekk amk. tvisvar á ári.

Bragi Sveinsson

Bragi Sveinsson

Staða:
Verkfræðingur og bankastarfsmaður

Póstnúmer:
101

Fjölskylduhagir:
Ógiftur og barnlaus

Átt þú bíl:
Nei

Uppáhalds staður/borg:
Uppsala, Svíþjóð

Hvernig ferð þú ferða þinna:
Gangandi

Hvað finnst þér um samgöngumál á stór-Reykjavíkursvæðinu:
Bæta mætti strætisvagnasamgöngur, t.d. með tíðari ferðum og lægra fargjaldi. Einnig finnst mér skorta á almenna virðingu ökumanna gagnvart gangandi vegfarendum.

Svífur yfir Esjunni, sólroðið ský….

Við Íslendingar erum svo heppin að borgarstæðið er fallegt, innrammað af hinum fallegu og lágu fjöllum Faxaflóa. Þá verðum við ekki eins meðvituð um hve við höfum lagt lítið í borgina okkar, þ.e.a.s. hve okkur hafa orðið mislagðar hendur við þróun hennar og nágrennis.

Því miður er það valið um samgönguhætti, bæði meðvitað og ómeðvitað, sem ráðið hefur úrslitum um þróun skipulagsmála höfuðborgarsvæðisins, eða öllu heldur skipulagsleysi, þessi þegjandi og sjálfgefna stefna um samgöngumál. Hin einstaklingsvædda frelsishugsjón, krafan að komast fljótt á milli staða, sem kristallast í einkabílnum, ímynd frelsis og sjálfstæðis.

Varnaðarorð forstjóra SVR 1967

Rifjum upp rúmlega 40 ára frétt sem Sjónvarpið sýndi 2007. Það var sumarið 1967 þar sem rekstrarvandi SVR var til umfjöllunar. Fjöldi farþega á ársgrundvelli var komin niður í 12miljónir, en árið 2007 voru ferðir farþega með Strætó BS 7,5- 8miljónir, þrátt fyrir gríðarlega útþenslu byggðar og mikla fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Vegna þessarar fækkunar farþega 1967 var tekið viðtal við Eirík Ásgeirsson, þáverandi forstjóra SVR. Hann nefndi tvær færar leiðir til að bregðast við rekstrarvanda SVR, annars vegar að auka styrk Borgarsjóðs, hins vegar hækkun fargjalda. Hugsanleg þriðja leið taldi hann hins vegar ótæka; fækkun ferða. Þar vísaði Eiríkur til reynslu Bandaríkjamanna, án þess að útskýra það nánar. En við vitum hvað hann átti við, hvernig flestar borgir Bandaríkjanna hafa þróast.

Eiríkur gerði sér vel grein fyrir kostum og göllum einkabílsins. Því miður virðast ráðamenn undanfarinna ára helst hafa gert sér grein fyrir kostum hans og það speglar borgarskipulagið. Borgin á ekki að aðlagst að þörfum vélknúinna ökutækja, nema að vissu marki. Bíllinn á einnig að þurfa að beygja sig fyrir eðlilegri hindrun sem borgarskipulagið setur honum. Vandrataður er millivegurinn, eðlilega og hann á að vera það.

Bíllaus Laugavegur

Á sínum tíma var töluverð umræða um hvort Laugavegurinn ætti að vera bíllaus, frá Snorrabraut og vestur, hvort hann ætti eingöngu að vera fyrir gangandi og hugsanlega líka strætó. Kaupmenn á Laugavegi voru á móti því að breyta honum í göngugötu, hræddust minnkandi viðskipti.

Spurning er hvort staða miðbæjarins væri betri í dag ef hugmyndir um lokun Laugavegar hefðu náð fram að ganga. Strætó nánast hrökklaðist af Laugaveginum og niður á Sæbraut. Mér finnst ekki ólíklegt að staða kaupmanna við Laugaveg væri betri ef hún hefði fengið að verða göngugata. Töluverðu hefði þurft að kosta til eins og yfirbyggt skjól að hluta til.

Eins og allir vita hefur orðið flótti verslana frá Laugaveginum í bílvænar verslunarmiðstöðvar í úthverfunum. Vísasta leiðin til hnignunar miðbæjarins er óhindraður aðgangur einkabílsins að honum. Lokun Laugavegar fyrir bílaumferð hefði orðið mikilvæg varnaraðgerð fyrir Laugaveginn og nágrenni, afgerandi valkostur við bílvænum Kringlum og Smáralindum.

Áhuga- og metnaðarleysi í skipulagsmálum

Skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu hafa því miður ekki verið höfð í öndvegi. Raddir kaupmanna á Laugavegi áttu greiðari leið til borgarfulltrúa heldur en hinna sem töluðu fyrir hugmyndinni um göngugötu, með fullri virðingu fyrir erfiðri stöðu verslunareigenda á Laugaveginum nú.

Mér sýnist að sú aðgerð að gefa framhalds- og háskólanemum frítt í strætó hafi ekki verið vel ígrunduð. Vissulega kom það nemendum vel og fjölgaði þeim í strætó. Í mínum huga einkennist það frekar af lýðskrumi en raunsæi. Ég held að við séum ennþá föst í þeim hugsunarhætti að líta á strætóþjónustu fyrst og fremst fyrir þá sem einhverra hluta vegna geta ekki verið á bíl. Það er kaldhæðnislegt ef þjónustuskerðingin frá 1.febrúar síðastliðnum er afleiðingin af tekjumissi Strætó BS vegna þess að framhalds- og háskólanemar fengu frítt í strætó. Rannsóknir benda til þess að mikilvægast í hugum strætófarþega eru frekar tíðar ferðir og áreiðanleiki. Að það sé frítt í strætó skiptir miklu minna máli. Hins vegar þarf fargjaldið að vera hóflegt og greiðslumátin einfaldur.

Sumarið 2005 var nýtt leiðakerfi tekið í notkun. Hryggjarstykkið í því voru svokallaðar stofnleiðir sem voru á 10 mínútna tíðni á álagstímum yfir vetrarmánuðina. Nýja leiðarkerfið var metnaðarfullt og m.a. hugsað til að ná til nýrra viðskiptavina. Það sem stóð því fyrir þrifum voru takmarkaðar fjárveitingar frá sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, samstöðuleysi þeirra og áhugaleysi samgönguráðuneytis. Því gekk þessi mikla leiðabreyting ekki sem skyldi, einstaka góðum og mikilvægum leiðum úr gamla kerfinu var lagt sem nýja kerfið náði ekki að fullu að bæta fyrir.

Við hefðum betur hlustað á aðvörunarorð Eiríks Ásgeirssonar árið1967, þegar hann vísaði til reynslu Bandaríkjamanna. Við höfum ekki lært af þeirri reynslu. Efnahagsþrengingar þjóðarinnar gefa strætó sóknarfæri. Fólk sem þarf að draga úr neyslunni, þ.m.t. bílanotkun þarf að sjá annan raunhæfan valkost, því er þjónustuskerðingin frá 1. febrúar síðastliðnum sorgleg, þrátt fyrir að þjónustan haldi sér á álagstímum. Sú skerðing kemur verst niður á þeim sem tryggastir hafa verið strætó í gegnum tíðina. Börn og unglingar eru háðari greiðasemi foreldra með skutli í tómstundir og afþreyingu, sem getur hugsanlega komið í veg fyrir að fjölskyldan hugleiði að leggja 2. eða 3. bíl heimilisins.

Það eru einfeldningsleg hagvísindi að telja það þjóðhagslega hagkvæmt að komast á sem skemmstum tíma á milli staða. Því þá er ekki tillit tekið til þeirra umhverfis- og skipulagsaðlögunar sem þeirri kröfu fylgir, sem gæti þýtt meira fráhrindandi borg þar sem ferðatími milli staða er skilgreindur sem spillitími í stað þess að vera hluti lífsgæðanna, hluti borgarlífsins. Einkabíllinn á fullmikinn þátt í samgöngum höfuðborgarsvæðisins. Ef strætó næði 10% af þeim hluta væri það mikill sigur. Hóflegt og skynsamlegt markmið sem sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins í samvinnu með Samgönguráðuneytinu gætu stefnt að.

Strætósamgöngur og bílastæði

Þann 1.febrúar síðastliðinn var ferðum fækkað um kvöld og helgar hjá Strætó BS. En hægt og bítandi leiðir efnahgsástand þjóðarinnar æ fleir til strætó. Þorri fólks hefur ekki lengur efni á þeim samgöngulúxus sem viðgengist hefur hér. Samhliða þessari þjónustuskerðingu er ekkert lát á bílastæðisvæðingu samfélagsins. Til marks um það eru bílastæði hins nýja Háksóla Reykjavíkur í Öskjuhlíðinni. Stæðin eru undir berum himni, sem krefst gríðarlegs landflæmis til skaða fyrir fólk og umhverfi. Væntanlega eru stæðin gjaldfrjáls.  Mjög gróflega áætlað hefur t.d.Háskóli Íslands um 2500 bílastæði til umráða. Talið er að kostnaður við hvert bílastæði sé um 20þús. kr. á mánuði. Miðað við nýtingu skólaársins gæfi það 450miljónir króna árlega. Ennfremur er mikilvægt að endurskoða þá byggingarlöggjöf sem gildir nú, þar sem gert er ráð fyrir tveim bílastæðum með hverri íbúð. Slíkar reglur gera ekkert annað en að festa einkabílinn í sessi sem samgöngutæki og er um leið hamlandi gagnvart strætósamgöngum.  

 

Með þessari þjónustuskerðingu leggjast strætóferðir nánast af með leið 23 útá Álftanes og til Vífilsstaða. Einungis verða þrjár ferðir í boði útá Álftanes á morgnana og fimm síðdegis og enn færri til Vífilsstaða. Engin þjónusta verður á kvöldin og um helgar. Fyrir bragðið verða börn og unligar ennþá háðari skutli foreldra sinna eða freistast jafnvel til að fara á puttanum.  

 

Það er brýnt að samgönguráðuneytið taki þátt í þróun strætósamgangna á höfuðborgarsvæðinu, vegna þess að það er ekki einungis hagur höfuðborgarsvæðisins, heldur allra landsmanna. Höfuðborgin er andlit þjóðarinnar útá við og er strætósamgöngur mikilvægur þáttur í aðdráttarafli hennar. Á seinasta ári fóru erlendir ferðamenn fyrsta sinn yfir 500þús. Sýnum þjóðinni og heiminum að við lærum af þeirri gríðarlegu efnahagskreppu sem þjóðin á við að glíma og bökkum aðeins út úr þeirri dýru einkabílasamgönguhyggju sem hér hefur ríkt undanfarna áratugi. Gerum meðalfjölskyldu kleift að láta einn bíl duga með öflugra strætókerfi. Nýtum þannig þá fjármuni sem gætu sparast í gatnagerð og viðhald þess í fullkomnari strætósamgöngur.  
 

Gísli Marteinn Baldursson

Dóra Hlín Ingólfsdóttir

Staða:
Borgarfulltrúi

Póstnúmer:
107

Fjölskylduhagir:
Giftur, eigum tvær stelpur

Átt þú bíl:
Já, fjölskyldan á 1 bíl

Uppáhalds staður/borg:
Hver einasta borg á lítið hverfi, jafnvel bara götu, þar sem íbúðir, verslanir og þjónusta blandast saman á einhvern einstakan hátt. Íbúar og gestir mætast þar á opinberum stöðum, veitingastöðum verslunum eða gangstéttum og úr verður borgarumhverfi eins og það gerist best. Það eru mínir uppáhaldsstaðir.

Hvernig ferð þú ferða þinna:
Mest á hjóli. Nota bílinn aðallega þegar fjölskyldan fer eitthvað saman.

Hvað finnst þér um samgöngumál á stór-Reykjavíkursvæðinu:
Þau eru að breytast til batnaðar. Hjólastígar eru að lengjast, farþegum í strætó að fjölga og byggðin fer vonandi að þéttast.

Dofri Hermannsson

Dóra Hlín Ingólfsdóttir

Staða:
Varaborgarfulltrúi

Póstnúmer:
112

Fjölskylduhagir:
Giftur, 2 dætur og 3ja á leiðinni

Átt þú bíl:
Nei, en konan mín á bíl

Uppáhalds staður/borg:
Hver einasta borg á lítið hverfi, jafnvel bara götu, þar sem íbúðir, verslanir og þjónusta blandast saman á einhvern einstakan hátt. Íbúar og gestir mætast þar á opinberum stöðum, veitingastöðum verslunum eða gangstéttum og úr verður borgarumhverfi eins og það gerist best. Það eru mínir uppáhaldsstaðir.

Hvernig ferð þú ferða þinna:
Hjólandi, strætó og stundum með bíl

Hvað finnst þér um samgöngumál á stór-Reykjavíkursvæðinu:
Við verðum að passa upp á að í borginni verði ekki einkabíllinn „aðal“ en fólk „auka“. Þörfin fyrir að komast á milli staða má ekki gera okkur að föngum á umferðareyjum með þrefalt gler í gluggum, sótsíur og hljóðmanir allt í kringum okkur. Fólk vill búa í hverfum þar sem það þarf ekki að hafa áhyggjur af öryggi barnanna í umferðinni innan hverfisins. Fólk vill hreint loft og lítinn hávaða frá umferð. Við þurfum að gera fólki auðvelt að komast á milli staða með aðferðum sem ekki brjóta í bága við þessi mikilvægu lífsgæði. Það verður best gert með öflugri almenningssamgöngum, betri aðstöðu fyrir hjólandi og gangandi og skipulagi sem tryggir að fólk hafi alla helstu þjónustu innan hverfis.

Ásdís Egilsdóttir

Ásdís EgilsdóttirStaða:
Prófessor við Háskóla Íslands

Póstnúmer:
220

Fjölskylduhagir:
Gift

Átt þú bíl:

Uppáhalds staður/borg:
Róm, NewYork … ómögulegt að svara

Hvernig ferð þú ferða þinna:
Í strætisvagni

Hvað finnst þér um samgöngumál á stór-Reykjavíkursvæðinu:

Þrátt fyrir að hjólastígum á höfuðborgarsvæðinu hafi fjölgað á síðustu árum má enn gera miklu betur, sérstaklega hvað varðar tengingar milli sveitarfélaganna. Til dæmis er óskiljanlegt að ekki skuli hafa verið lagður hjólastígur meðfram Reykjanesbrautinni þegar hún var tvöfölduð milli Hafnarfjarðar og Breiðholts (sama má raunar segja um tvöföldunina til Keflavíkur). Aðför sveitarfélaganna að strætókerfinu verður einnig að linna; kerfið er nánast orðið ónothæft á kvöldin og um helgar sökum lágrar (og sífellt lækkandi) ferðatíðni.