Hjólreiðastígur á Hverfisgötu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna nú að uppsetningu tímabundins hjólreiðastígs á Hverfisgötu. Þessi hjólreiðastígur er hluti hjólreiðastígs sem á að ná frá Laugardalnum niður í bæ eins og sjá má á þessu korti.

Framkvæmdin er sérstaklega velkomin núna þar sem afar erfitt er að komast af göngustígnum við Sæbraut inn í Lækjargötu vegna framkvæmdanna við tónlistarhúsið.

Tilkynningu Umhverfis- og samgöngusvið má sjá hér.

Myndum borg!

Laugardaginn 19. júníætla áhugamenn um borgarlíf ásamt Samtökum um bíllausan lífsstíl að endurtaka tilraunina frá Münster og standa fyrir hópmyndatöku á Melhaga í vesturbæ Reykjavíkur. Myndatakan hefst klukkan 13:00og verða teknar myndir af götunni með 60 bílum, 60 reiðhjólum og 60 manns í strætó og 60 gangandi vegfarendum.

Við þurfum sjálfboðaliða og allir eru velkomnir. Það myndi auðvelda okkur mjög vinnuna ef fólk myndi skrá sig, annaðhvort á Facebook-síðu viðburðarins og/eða með því að senda tölvupóst á myndumborg@gmail.com. Gott er að tiltaka nafn, símanúmer og hvort menn geti komið á bíl eða hjóli.

Þetta er einstakur viðburður sem EKKI verður endurtekinn en öruggt má telja að ljósmyndin og myndbandið sem verður til, eigi eftir að vera notað lengi í umræðunni um borgar- og umhverfismál á Íslandi. Það er því um að gera að taka laugardaginn 19. júní frá!

 

Myndum borg!

Hér að ofan má sjá fræga ljósmyndaröð frá þýsku borginni Münster sem sýnir hversu mikið pláss sextíu manns taka í borgarlandinu ef þeir ferðast á einkabílum, reiðhjólum og í strætó. Münster er um 200 þúsund manna borg í Vesturhluta Þýskalands, og er hún gjarnan kölluð hjólahöfuðborg Þýskalands.

Ljósmyndaserían er gjarnan notuð í umræðum um samgöngu- og skipulagsmál í borgum, því hún sýnir glöggt hversu mikið svæði bílarnir taka á götunum, þar með einnig hve mikið gæti áunnist ef stærri hluti fólks ferðaðist um með öðrum hætti. Slíkt myndi ekki aðeins stuðla að minni hljóð- og loftmengun, og gera göturnar öruggari, heldur einnig gera það að verkum að þeir sem sannarlega vilja og þurfa nota bíl, kæmust greiðar á milli staða.

Laugardaginn 19. júní ætla áhugamenn um borgarlíf ásamt Samtökum um bíllausan lífsstíl að endurtaka tilraunina frá Münster og standa fyrir hópmyndatöku á Melhaga í vesturbæ Reykjavíkur. Myndatakan hefst klukkan 13:00og verða teknar myndir af götunni með 60 bílum, 60 reiðhjólum og 60 manns í strætó og 60 gangandi vegfarendum.

Við þurfum sjálfboðaliða og allir eru velkomnir. Það myndi auðvelda okkur mjög vinnuna ef fólk myndi skrá sig, annaðhvort á Facebook-síðu viðburðarins og/eða með því að senda tölvupóst á myndumborg@gmail.com. Gott er að tiltaka nafn, símanúmer og hvort menn geti komið á bíl eða hjóli.

Þetta er einstakur viðburður sem EKKI verður endurtekinn en öruggt má telja að ljósmyndin og myndbandið sem verður til, eigi eftir að vera notað lengi í umræðunni um borgar- og umhverfismál á Íslandi. Það er því um að gera að taka laugardaginn 19. júní frá!

 

Fyrirlestur um skipulag og hjólreiðar í Reykjavík

Fyrirlesturinn verður á ensku og er öllum opinn.  

Ágrip:
Margar borgir hafa reynt að minnka orkunotkun og rýmisþörf með því að endurhugsa skipulag sitt, einkum hvað varðar samgöngur. Í þessu verkefni er samgönguskipulag í Reykjavík tekið til skoðunar, allt frá skipulagi sem gert var á 7. áratug síðustu aldar, sem átt hefur þátt í gríðarlegri notkun einkabíla, til nýrra áherslna á að auka hlut hjólreiða í samgöngum í borginni. Þróunin í Reykjavík er borin saman við það sem gerst hefur í Strasbourg, en í þeirri borg var mótuð ný samgöngustefna árið 1989 þar sem áhersla var lögð á að auka þátt sporvagna, gönguferða og hjólreiða í samgöngumynstrinu. Strasbourg er nú sú borg Frakklands þar sem hjólreiðar eru auðveldastar. Um 518 km af hjólastígum hafa verið lagðir og hlutur hjólreiða í öllum ferðum er 8%. Í verkefninu er dreginn fram sá munur sem er á þróun þessara tveggja borgarrýma og hugleitt hvaða lærdóm mætti draga af stefnunni sem mótuð var í Strasbourg til að stuðla að auknum hjólreiðum í Reykjavík.

 

Lýðheilsa og skipulag

Fyrirlestraröð um skipulagsmál í Norræna húsinu

Arkitektafélag Íslands í samstarfi við Félag íslenskra
landslagsarkitekta, Umhverfisráðuneytið og Norræna húsið, heldur
fyrirlestraröðina „Lýðheilsa og skipulag“.

Á HönnunarMarsi 2009 var haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur þriggja daga málþing sem bar sama heiti. Vegna fjölda áskorana var ákveðið að endurtaka leikinn.

Að þessu sinni verður fyrirlestraröðin haldin í Norræna húsinu
miðvikudagana 14., 21. og 28.apríl kl. 17-19.

Flytjendur næstkomandi miðvikudag 21.apríl kl.17 eru : Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur, Hermann Georg Gunnlaugsson landslagsarkitekt, Lilja Sigrún Jónsdóttir læknir & Hlynur Torfason landfræðingur og Ásbjörn Ólafsson verkefnastjóri hjá Vegagerðinni.

Sjá heimasíðu Arkitektafélags Íslands : www.ai.is

Kvikmyndakvöld

Minnum á mánaðarleg kvikmyndakvöld Skipulagshóps Samtaka um bíllausan lífsstíl. Þriðja þriðjudag í máunuði á Kaffibarnum, horft er á kvikmyndir um skipulagsmál og málin rædd. Allir velkomnir, ókeypis aðgangur!

Hittumst næst í kvöld, þriðjudaginn 20. apríl klukkan 20:30, á Kaffibarnum Bergstaðarstræti 1.