Kosningar 2014: Reykjanesbær

Hér eru svör framboða í Reykjanesbæ við spurningum um samgöngu- og skipulagsmál fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014:

Framsóknarflokkurinn

 1. Hvernig ætlið þið að koma til móts við fólk sem kýs umhverfisvænan og heilsusamlegan ferðamáta þannig að það njóti þess samfélagslega sparnaðar sem af honum hlýst?
  Vinna að eflingu almenningssamgangna milli byggðakjarna á Suðurnesjum og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Höfuðborgarsvæðisins. Með því að knýja á um að samningur milli vegagerðar og SSS verði virkur aftur.
   
 2. Hvernig ætlið þið að efla almenningssamgöngur í ykkar sveitarfélagi?
  Halda áfram að bjóða uppá ókeypis strætó ferðir. Íþrótta og tómstundastarf samræmist strætóferðum. Auka umferðaröryggi með það að markmiði að eyða slysagildrum.

   
 3. Hvernig má auka hlut hjólreiða í ykkar sveitarfélagi? Tengja hverfi Reykjanesbæjar með hjóla og göngustígum. Hjóla- og göngustíg milli Flugstöðvar og Reykjanesabæjar nýta gamla vegin milli Voga og Reykjanesbæjar sem göngu og hjólastíg. Tengja bæjarfélögin með hjólastígum Reykjanesbæjar – Vogar- Hafnarfjörður. Garður- Sandgerði –Hafnir – Grindavík
   
 4. Hverjar eru stærstu áskoranirnar í samgöngumálum í ykkar sveitarfélagi?
  Að fá samning sem innanríkisráðherra feldi úr gildi án raka milli Vegagerðarinnar og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um keyrslu milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur. Athuga hvort hægt sé að koma hjólaleiðum innan sveitarfélagsins inn í Euro Velo verkefnið.