Kosningar 2014: Kópavogur

Hér eru svör framboða í Kópavogi um stefnu þeirra í samgöngu- og skipulagsmálum. Smelltu á nafn framboðsins til að hoppa beint á svörin.

Dögun | Samfylkingin | Vinstri græn og félagshyggjufólk

Dögun og umbótasinnar

Dögun og umbótasinnar í Kópavogi sendu okkur ekki svör við spurningunum beint, en þau sendu í staðin nokkra punkta um samgöngu- og skipulagsmál sem við birtum hér.

 1. Dögun og umbótasinnar vilja gera öllum samgöngumátum jafn hátt undir höfði, en með því að gera hverfin okkar hjóla– og gönguvænni er hægt að stuðla að manneskjulegra umhverfi og bættri lýðheilsu.
   
 2. ið viljum að komið sé af stað nánu samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu til að samhæfa skipulag og samgöngur. Þetta væri hægt með bindandi samningum, sem og með því að hvetja til þess að byggt væri upp sérstakt stjórnsýslustig fyrir höfuðborgarsvæðið allt, sem tæki á skipulags– og samgöngumálum, sem og öðrum sem þarf að samhæfa milli sveitarfélaga.
   
 3. Við viljum sérstaklega bæta og halda við þeim hjóla– og göngustígum sem liggja út fyrir mörk bæjarins í samstarfi við Vegagerðina og nærliggjandi sveitarfélög sem og bæta merkingar og tengingar á milli hverfa, svo hægt sé að komast hjólandi eða gangandi frá úthverfum Kópavogs yfir í Reykjavík Garðabæ án krókaleiða og ófærðar.
   
 4. Í stað þess að úthluta nýjum lóðum í ytri hverfum Kópavogsbæjar ætti frekar að vinna nánar í því að virkja og nýta fasteignir og lóðir í þeim hverfum sem eru þegar gróin í stað þess að láta þau veslast upp. Með það að markmiði viljum við að unnið sé með fasteignaeigendum
  að því að tryggja að búseta sé í því tóma íbúðarhúsnæði sem þegar er í bænum. Auk þess að viljum við að tryggt sé að allir hafi aðgang að verslun og lágmarksþjónustu í göngufjarlægð.
   
 5. Það er kominn tími til að laga götuheiti og húsnúmer í Smiðjuhverfinu til hagsbóta fyrir vegfarendur og fyrirtækin í hverfinu. Dögun og umbótasinnar vilja að farið verði farið í þá vinnu sem fyrst.

Samfylkingin

 1. Hvernig ætlið þið að koma til móts við fólk sem kýs umhverfisvænan og heilsusamlegan ferðamáta þannig að það njóti þess samfélagslega sparnaðar sem af honum hlýst?
  Samfylkingin vill setja hjólandi og gangandi fólk í forgang við endurhönnun gatna. Gert verði stórátak í gerð göngu- og hjólastíga í landi K ópavogs og við munum sjá til þess að  gangstéttir og göngu- og hjólastígar verði færir á vetrum með bættum mokstri og hálkueyðingu. Við viljum að gangandi og hjólandi fólk geti komist leiðar sinnar með sem bestum hætti í  landi Kópavogs og unnið verði með öðrum sveitarfélögum að  tengingum þeirra á milli fyrir bíllaust fólk. Þar viljum við setja  byggingu göngu- og hjólabrúar yfir Fossvog í forgang. Samfylkingin í Kópavogi telur að stórefla þurfi fræðslu um þann heilsusamlega ávinning sem felst í bíllausum lífstíl og telur að sveitarfélagið eigi að skoð a þann möguleika að „verðlauna“ þá íbúa sem slíkan lífsstíl kjósa. Við höfum ekki markað okkar stefnu þar um en erum jákvæð fyrir slíkum kostum.
   
 2. Hvernig ætlið þið að efla almenningssamgöngur í ykkar sveitarfélagi?
  Við viljum fjölga ferðum strætisvagna. Að vagnar gangi á  sunnudagsmorgnum og að hverfisvagnar gangi á sama tíma og vagnar á stofnleiðum. Við viljum að framhaldskólanemar greiði lægra verð í strætó. Við teljum nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi vera forgangsmál sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæði eigi að sameinast um og hrinda í framkvæmd sem fyrst.
   
 3. Hvernig má auka hlut hjólreiða í ykkar sveitarfélagi?
  Þessari spurningu hefur að hluta verið svarað hér að ofan – sjá 1). Við teljum að greiðasta leiðin til að auka hjólreiðar séu að setja af stað hjólreiðaátak í samvinnu við skóla bæjarins og foreldrafélög. Slíkt átak má útfæra með ýmsum hætti en markmiðið væri að fjölga þeim sem hjóla, varanlega, ekki aðeins meðan slíkt átak stendur yfir. Við viljum að Kópavogsbær sýni gott fordæmi og taki  upp almenningsamgöngustyrki fyrir starfsmenn bæjarins sem eru tæplega 2.500 manns.
   
 4. Hverjar eru stærstu áskoranirnar í samgöngumálum í ykkar sveitarfélagi?
  Stærsta áskorun Kópavogs í samgöngumálum er að byggja upp  öflugt samgöngukerfi milli hverfa sem byggir ekki á akbrautum heldur göngu- og hjólastígum. Land Kópavogs er víðfemt og miklir möguleikar í gerð hjóla og göngustíga milli hverfa og innan hverfa sem standa sjálfstætt. Vegalengdir geta í mörgum tilvikum verið mun styttri milli hverfa heldur en ef fylgt er nú verandi stofnbrautum. Með slíkri uppbyggingu myndi bæjarfélagið skapa jákvæðan hvata fyrir fólk að nota aðrar aðferðir en einkabíl, til að ferðast. Jafnframt þarf að tryggja að stofnæðar sem liggja milli hverfa séu gerðar mun meira aðlaðandi með trjágróðri og fallegra skipulagi, ekki síst í nálægð íbúðarhúsa. Auk þessa munum við leggja áherslu á stórauknaralmenningsamgöngur líkt og fyrr er getið.
   

Ásamt svörum við spurningunum sendi Samfylkingin í Kópavogi eftirfarandi bréf:

Framtíðarsýn Samfylkingarinnar í Kópavogi er að höfuðborgarsvæðið verði skipulagt sem ein heild til framtíðar, sem eitt búsetusvæði, atvinnumarkaður með sameiginlegar náttúruperlur, auðlindir og grunnhverfi. Við viljum að hraðbrautir sem kjúfa bæi í sundur, tilheyri fortíðinni. Við viljum þróa byggð og hverfi Kópavogs þannig að þar fari saman græn íbúabyggð og vistvæn atvinnustarfsemi þar sem öll nærþjónusta er í göngufæri og stutt í öflugar almenningssamgöngur. Við viljum leggja okkar að mörkum til að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sameinist um nýtt hágæða almenningssamgöngu kerfi til framtíðar og tök um hjartanlega undir samþykkt Vegagerðar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæði frá árinu 2012 um að stórauka framlög til almenningsamganga á næstu tíu árum.

Byggð Kópavogs hefur dreifst mjög víða frá árinu 1990 þegar þáverandi ráðafólk réðst í stórfellda úthlutun nýrra lóða og skipulag nýrra hverfa. Byggðin nær frá Kársnestá upp á Vatnsenda og einkennist Kópavogur frekar í dag af aðskildum hverfum en samstæðra úthugsaðri byggð. Þessi uppbygging gerðist á sama tíma og aukna kröfur fóru að heyrast í samfélagin u um vistvænt og grænt umhverfi, þéttingu byggðar og aukna áherslu á nærþjónustu og styrkari almenningsamgöngur. Nú er mál að linni. Framundan en gríðarlegt verkefni fyrir bæjaryfirvöld í Kópavogi að fanga bæjarstæðið og gera allt sem hægt er að gera til að búa til samstæða byggð fremur en aðskilin úthverfi líkt og nú. Það verður a ð finna límið í „Nýjan Kópavog“ og það verður best sótt í brunn mannlífsins sj álfs, vilja fólk til að skipta um áherslur í sínu eigin lífi, njóta þesssem hið fallega bæjarstæði Kópavogs hefur upp á að bjóða, náttúru, heilsuræktar og aukinna lífsgæða. Hér eftir verður að leita jafnvægis milli allra þeirra þátta sem einkenna þurfa mannvænleg og framsækin samfélög; jafnvægi milli uppbyggingar, umhverfis, menningar og skipulags.

Vinstri græn og félagshyggjufólkVinstri hreyfingin - grænt framboð

 1. Hvernig ætlið þið að koma til móts við fólk sem kýs umhverfisvænan og heilsusamlegan ferðamáta þannig að það njóti þess samfélagslega sparnaðar sem af honum hlýst?
  Vinstri Græn og félagshyggjufólk í Kópavogi leggja mikla áherslu á umhverfisvæna samgöngumáta og að fólki sé gert kleift að að vera með bíllausan lífsstíl. Í stefnu framboðsins segir m.a. um samgöngur:
  ,,Stígakerfi bæjarins verði bætt, gerðir sérstakir hjólreiðastígar sem eru aðskildir frá öðrum stígum og tryggt að stígar séu færir allt árið. Hringtengingu þarf að koma á hjólastíga utan um Kópavog og betri tengingu við önnur sveitarfélög. Ávallt sé leitað álits hagsmunaaðila s.s. Landssamtaka hjólreiðamanna við slíkar framkvæmdir. Allir Kópavogsbúar geti auðveldlega nýtt almenningssamgöngur sem ferðamáta bæði innan bæjar sem og milli sveitarfélaga. Til að stuðla að notkun almenningssamgangna vilja VGF að samgöngur innanbæjar verði gjaldfrjálsar. Sérstaklega verði hugað að samgöngum barna í tómstundir. Mikilvægt er að tryggja öryggi allra vegfarenda óháð samgöngumáta. Kópavogsbær stuðli að umhverfisvænum samgöngumáta m.a. með því að farartæki í eigu Kópavogsbæjar verði knúin umhverfisvænum orkugjöfum. Gerður verði samgöngusamningur fyrir þá starfsmenn Kópavogsbæjar sem vilja nota almenningssamgöngur eða aðrar umhverfisvænar samgöngur.“

  Mikilvægt er að koma upp góðum yfirbyggðum hjólreiðargrindum við skiptistöðvar almenningssamgangna. VGF gera sér grein fyrir þeim mikla kostnaði sem felst í gerð samgöngumannvirkja fyrir ökutæki og telja mjög mikilvægt að þeim sem vilja temja sér bíllausan lífsstíl sé ekki gert að greiða fyrir þann kostnað. Því þarf að beita grænum sköttum og ívilnunum.
 2. Hvernig ætlið þið að efla almenningssamgöngur í ykkar sveitarfélagi?
  Allir Kópavogsbúar geti auðveldlega nýtt almenningssamgöngur sem ferðamáta bæði innan bæjar sem og milli sveitarfélaga. Til að stuðla að notkun almenningssamgangna vilja VGF að samgöngur innanbæjar verði gjaldfrjálsar. Sérstaklega verði hugað að samgöngum barna í tómstundir. Einnig vilja VGF setja upp góð skýli og grindur fyrir hjól á skiptistöð bæjarins og þannig auðvelda fólki að samþætta hjólreiðar og almenningssmgöngur. VGF horfir til nýs svæðisskipulags fyrir höfuðborgarsvæðið, þar sem gert er ráð fyrir samgönguásum með hraðvögnum. Það mun auka vægi almenningssamgangna svo um munar. Kópavogsbær býður starfsmönnum bæjarins upp á samgöngustyrki, en fáir hafa nýtt það til þessa. Mikilvægt er að kanna hvers vegna og koma á móts við starfsmennina.
 3. Hvernig má auka hlut hjólreiða í ykkar sveitarfélagi?
  Koma þarf upp neti hjólreiðastíga, sem eru aðskildir frá göngustígum og tryggja þarf að þeir séu færir allt árið. Hringtengingu þarf að koma á hjólastíga utan um Kópavog og betri tengingu við önnur sveitarfélög. Ávallt sé leitað álits hagsmunaaðila s.s. Landssamtaka hjólreiðamanna við slíkar framkvæmdir. Til er áætlun um uppbyggingu slíkra stíga fyrir Kópavog og mikilvægt er að fara að vinna eftir henni. VGF setja í forgang uppbyggingu þessara stíga fremur en göngu- og hjólabrúar yfir Fossvog, þar sem slík brú styttir ekki leiðina að Háskólasvæðinu nema fyrir þá sem búa yst á Kársnesi. Þetta er mjög kostnaðarsöm framkvæmt og er því telja VGF betra að því fjármagni betur varið til að byggja upp net hjólreiðastíga innanbæjar og gera tenginar við nágrannasveitarfélögin. Það sé sett í forgang. Jafnframt þarf að koma upp góðum skýlum og grindum á völdum svæðum.
 4. Hverjar eru stærstu áskoranirnar í samgöngumálum í ykkar sveitarfélagi?
  Net hjólreiðastíg er án efa stærsta áskorunin. Kópavogur á að vera bær þar sem allir íbúar búa við heilnæmt umhverfi og geta auðveldlega tamið sér heilbrigðan og umhverfisvænan lífssíl, notið náttúru og útivistar. Allar áætlanir og ákvarðanir skulu hafa hagsmuni og velferð íbúa að leiðarljósi en jafnframt tryggja að ekki sé gengið á möguleika komandi kynslóða til að njóta velferðar, náttúru og umhverfisgæða. Samráð og sátt við íbúa er lykillinn að góðum bæ. Vinstri græn og félagshyggjufólk vilja stuðla að bættri lýðheilsu bæjarbúa, bæta umhverfi og vinna gegn loftslagsbreytingum.