Kosningar 2014: Árborg

Hér eru svör framboða á Árborg við spurningum um samgöngu- og skipulagsmál fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014:

Framsóknarflokkurinn

 1. Hvernig ætlið þið að koma til móts við fólk sem kýs umhverfisvænan og heilsusamlegan ferðamáta þannig að það njóti þess samfélagslega sparnaðar sem af honum hlýst?
  Svf. Árborg er í dag í samstarfi við sveitarfélög á Suðurlandi um rekstur almenninssamgangna en þar er rekið leiðakerfi í samstarfi við Strætó bs. Margar og tíðar ferðir eru á milli höfuðborgarsvæðisins og Selfoss en einnig með tengingar við Eyrarbakka og Stokkseyri sem einnig eru í Svf. Árborg. Stöðug aukning er í notkun þessara samgangna hvort heldur er innan Árborgar til að sækja ýmsa þjónustu og vinnu eða við höfuðborgarsvæðið, einnig til að sækja, vinnu, skóla eða aðra þjónustu. Áherslur okkar eru að tryggja að þessar samgöngur haldi áfram og hægt sé að þróa þær enn frekar til bættrar þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Íbúar njóta ákveðinnar niðurgreiðslu á þessari þjónustu sem stöðugt þarf að vera í skoðun til að ýta enn frekar undir notkun þessa ferðamáta.
   
 2. Hvernig ætlið þið að efla almenningssamgöngur í ykkar sveitarfélagi?
  Við eflum almenninssamgöngur enn frekar en nú er, með því að vera stöðugt að hlusta eftir þörfum og óskum íbúanna og koma á móts við þær með t.d breytingum á ferðatíðni, áætlunartímum ofl.
   
 3. Hvernig má auka hlut hjólreiða í ykkar sveitarfélagi? Með lagningu göngu-og/eða hjólreiðastíga. Huga þarf að hlut hjólreiða við skipulagningu nýrra íbúðarhverfa og breytingu á skipulagi sveitarfélagsins. Fleiri og fleiri kjósa ferðamáta á hjólreiðum og það þarf að taka tillit til þeirra.
 4. Hverjar eru stærstu áskoranirnar í samgöngumálum í ykkar sveitarfélagi?
  Að gera veg almenningssamganga hærra undir höfði t.d með innanbæjarstrætósamgöngum og frístundastrætó fyrir tómstundaiðkun barna í sveitarfélaginu. En einnig með því að auðvelda þeim sem stunda hjólareiðar að komast leiðar sinnar og taka tillit til þess ferðamáta í skipulagi sveitarfélagsins.