Vel heppnað málþing

Þann 19. júní síðastliðinn endurgerðu Samtök um bíllausan lífsstíl fræga myndaseríu frá borginni Münster í Þýskalandi. Af því tilefni stóðu samtökin fyrir velheppnuðu málþingi síðastliðinn föstudag þar sem myndirnar voru frumsýndar. Jón Gnarr borgarstjóri flutti ávarp og svo fluttu erindi Svandís Svavarsdóttir, Gíslim Marteinn Baldursson, Sigrún Helga Lund, Bergur Ebbi Benediktsson og Ólafur Mathiesen.

Hér að ofan má sjá myndaseríuna. Á málþinginu var einnig sýnt stutt myndskeið um framkvæmdina, það má sjá hér.

Myndum borg – málþing

Hvernig myndi Reykjavík líta út ef fleiri hjóluðu? Eða tækju strætó? Samtök um Bíllausan lífsstíl endurgerðu þann 19. júní fræga myndaseríu frá borginni Münster í Þýskalandi þar sem í forgrunni standa 70 manns, en að baki þeim þrír mismunandi ferðamátar, þ.e. 60 bílar, 70 hjól og einn strætó.

Nú á samgönguviku verða myndirnar frumsýndar og af því tilefni stendur Bíllaus lífsstíll fyrir málþingi í Hafnarhúsinu, föstudaginn 17. september frá klukkan 15:00 til 17:00, sem ber titilinn Myndum borg.

Fyrirlesarar verða Jón Gnarr borgarstjóri, Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Gísli Marteinn Baldursson, Sigrún Helga Lund, Páll Hjaltason, Bergur Ebbi Benediktsson og Ólafur Mathiesen. Einnig verður sýnt stutt myndskeið um framkvæmd tilraunarinnar.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest, málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis.

Hjólreiðastígur á Hverfisgötu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna nú að uppsetningu tímabundins hjólreiðastígs á Hverfisgötu. Þessi hjólreiðastígur er hluti hjólreiðastígs sem á að ná frá Laugardalnum niður í bæ eins og sjá má á þessu korti.

Framkvæmdin er sérstaklega velkomin núna þar sem afar erfitt er að komast af göngustígnum við Sæbraut inn í Lækjargötu vegna framkvæmdanna við tónlistarhúsið.

Tilkynningu Umhverfis- og samgöngusvið má sjá hér.

Rölt á laugavegi á morgun fimmtudaginn 24.6.2010 kl. 15:30 við Intrum

Ragna Káradóttir mastersnemi í Landslagsarktitektur óskar eftir þátttakendum í rýniferð um Laugarveginn frá Snorrabraut að Skólavörðustíg. Mæting við Intrum (vegamót Laugavegs og Snorrabrautar) klukkin 15:30

Endilega mætið og látið í ykkur heyra. Endum á pylsum á Hljómalindarreitnum