2600 færri bílar á bíllausa deginum!

Ný frétt frá Umhverfis- og samgöngusviði: 

http://www.rvk.is/DesktopDefault.aspx/tabid-39/351_read-12318/ 

Á lokadegi Evrópskrar samgönguviku eru íbúar í 2000 borgum hvattir til að hvíla bílinn og nýta aðra samgöngumáta eins og strætó, reiðhjól og göngur. „Við höfum ekki tekið þátt í bíllausa deginum í nokkur ár en ákváðum að hefja þátttöku aftur í dag,“ segir Pálmi Freyr Randversson verkefnastjóri Samgönguviku fyrir Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar. „Bíllausi dagurinn fer hægt af stað en við vonumst til að þátttakan verði vaxandi á næstu árum,“ segir hann. 2.600 færri bifreiðar óku Ártúnsbrekku og Sæbraut milli 7 og 9 í morgun miðað við mánudaginn 15. september og er það marktækur munur. 

Pálmi segist vera ánægður með Samgönguviku 2008, bæði hafa samgöngumál verið ofarlega í umræðunni og einnig hafi nýtt samgöngumannvirki verið opnað: forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur. 

Laugardaginn 20. september mættust hjólalestir í Ráðhúsi Reykjavíkur á hjóladegi fjölskyldunnar. Fjölskyldur komu hjólandi frá Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og ýmsum áfangstöðum í Reykjavík. Einnig var Tjarnarspretturinn haldinn en það er hjólreiðakeppni Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Tjarnarsprettsmeistari kvenna var Bryndís Þorsteinsdóttir en Hafsteinn Ægir Geirsson sigraði í karlaflokki. 

Strætófarþegar sleppa við umferðartafir!

„Strætóreinin bætir hag strætó til muna og á næstu árum mun Reykjavíkurborg halda áfram að bæta við forgangsbrautum víðs vegar um borgina,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri þegar hún opnaði ásamt Kristjáni Möller samgönguráðherra forgangsakrein á Miklubraut fyrir almenningssamgöngur.

„Strætó fær nú aukinn forgang í umferðinni í Reykjavík en það er liður í þeim Grænum skrefum sem stigin hafa verið í Reykjavík á undanförnum árum,“ sagði Hanna Birna og gat þess að nýja strætóreinin teygði sig framhjá helstu umferðarhnútum götunnar. Strætóreinin liggur frá Skeiðarvogi að Kringlunni og tengist þar fyrri áfanga verkefnisins, sem nær niður að gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar.

Kristján Möller kvaðst mjög ánægður með þetta samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. „Við viljum bæta aðstöðu fyrir almenningssamgöngur í borginni og ég vona að við Hanna Birna Kristjánsdóttir getum stígið saman skref í þá átt,“ sagði hann.

„Þetta er hvílíkur munur,“  sagði bílstjóri hjá Strætó þegar hann var spurður um nýju strætóreinina, „við viljum meira af þessu!“ Í dag og næstu daga er kjörið að fara í strætó því farþegar fá þar forsmekk af bókaflóðinu. Forlagið hefur látið prenta upphafskafla fjölmargra væntanlegra bóka sem farþegar geta notið meðan vagninn brunar.

Strætófarþegar sleppa við umferðartafir!

„Strætóreinin bætir hag strætó til muna og á næstu árum mun Reykjavíkurborg halda áfram að bæta við forgangsbrautum víðs vegar um borgina,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri þegar hún opnaði ásamt Kristjáni Möller samgönguráðherra forgangsakrein á Miklubraut fyrir almenningssamgöngur. 

„Strætó fær nú aukinn forgang í umferðinni í Reykjavík en það er liður í þeim Grænum skrefum sem stigin hafa verið í Reykjavík á undanförnum árum,“ sagði Hanna Birna og gat þess að nýja strætóreinin teygði sig framhjá helstu umferðarhnútum götunnar. Strætóreinin liggur frá Skeiðarvogi að Kringlunni og tengist þar fyrri áfanga verkefnisins, sem nær niður að gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar. 

Kristján Möller kvaðst mjög ánægður með þetta samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. „Við viljum bæta aðstöðu fyrir almenningssamgöngur í borginni og ég vona að við Hanna Birna Kristjánsdóttir getum stígið saman skref í þá átt,“ sagði hann. 

„Þetta er hvílíkur munur,“  sagði bílstjóri hjá Strætó þegar hann var spurður um nýju strætóreinina, „við viljum meira af þessu!“ Í dag og næstu daga er kjörið að fara í strætó því farþegar fá þar forsmekk af bókaflóðinu. Forlagið hefur látið prenta upphafskafla fjölmargra væntanlegra bóka sem farþegar geta notið meðan vagninn brunar. 

Stjórn félagsins

Stjórn samtaka um bíllausan lífsstíl skipa
Magnús Jensson – formaður
Katrín Anna Lund – ritari
Ásbjörn Ólafsson – gjaldkeri
Sigrún Helga Lund – fráfarandi formaður
Auður Loftsdóttir – meðstjórnandi
Ari Tryggvason – varamaður
Birgir Þór Birgisson – varamaður 

Kjörin var ný stjórn á aðalfundi í kaffi sólon 28. maí 2009
Á fundi í september kom Auður ný í stjórn og Sigrún hætti formennsku og Magnús tók við.

Nánari upplýsingar um stjórnina

Nafn Netfang Símanúmer Mynd
Magnús magnus(hja)jensson.is 691-1641 Magnús Jensson - arkitekt
Auður audur(hja)hotmail.com
692-8818
Ásbjörn ao(hja)vegagerdin.is 860-5636
Sigrún Helga sigrunhelga(hja)gmail.com 695-2827
Katrín Anna kl(hja)hi.is
Ari arit(hja)hi.is 898-1144
Birgir Þór bbirgir(hja)gmail.com Birgir Þór

Stjórnarmeðlimir 2008-2009 (sem eru hætt í stjórn)
Anna Karlsdóttir gjaldkeri,
Sigrún Ólafsdóttir meðstjórnandi og
Benedikt Steinar Magnússon varamaður.