Það var teiknistofan Tröð sem átti heiðurinn að vinningstillögunni í nýafstaðinni samkeppni um hönnun nýrra göngu- og hjólabrúa yfir Elliðaárósa. „Einfalt en jafnframt frumlegt og djarft form einkennir tillöguna,“ segir í umsögn dómnefndar en gert er ráð fyrir því að brýrnar verði vígðar í haust. Nánar má lesa um niðurstöður keppninnar á vef Reykjavíkurborgar.
Category Archives: Bloggið
Jón Gnarr hjólar mikið
Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, hefur komist að því að hann er yfirleitt fljótari á milli staða hjólandi en akandi.
Breytingar á vef
Sem hluti af breytingum sem standa yfir á vef samtakanna hefur hann verið færður í nýtt kerfi. Allt efni gamla vefsins ætti að vera aðgengilegt hér í þægilegra viðmóti. Við munum halda áfram að vinna í vefnum á næstunni, uppfæra úreltar upplýsingar og laga skipulag. Allar ábendingar og tillögur um efni eru að sjálfsögðu vel […]
Vefur kominn aftur upp
Eftir að hafa legið niðri í nokkurn tíma vegna netárása á hluta vefsvæðisins er vefurinn komin upp aftur í nær óbreyttri mynd. Hafið þó engar áhyggjur, því nýr vefur er í vinnslu þótt hann hafi frestast dálítið er ráðgert að setja hann í loftið á næstunni. Við hverjum ykkur til að taka virkan þátt í […]
Fréttatilkynning frá Keðjuverkun
Borist hefur eftirfarandi fréttatilkynning: Reiðhjólaunnendur nær og fjær. Keðjuverkun stefnir á að opna hjólanýtinguna yfir sumarmánuðina á nýjum stað í hjarta borgarinnar. Fyrir ykkur sem ekki vita þá er Keðjuverkun svokallað kollektív sem var stofnað í fyrrasumar. Meira um Keðjuverkun hér: http://kedjuverkun.org/info/ Við björgum hjólum sem eru á haugunum eða á leiðinni þangað og breytum þeim […]