Fundargerð aðalfundar 14. apríl 2014

Ath.: Fundargerðin er óyfirlesin. Aðalfundur samtaka um bíllausan lífsstíl haldinn á Kex-hostel 14. apríl kl. 20:00 2.904 manns var boðið. 72 sögðust ætla að mæta og 59 kannski. 24 mættu. Fundur settur kl. 20:05. Stungið var upp á Sölva Karlssyni sem fundarritara og var það stutt. Stungið var upp á Ásbirni Ólafssyni sem fundarritara og […]

Framlög til almenningssamgangna stóraukin

Við undirritun samningsins í dag. Mynd birt með leyfi: Vísir.is/Pjétur Í dag undirrituðu fulltrúar Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samkomulag um að stórauka fjárframlög til almenningssamgangna næstu tíu árin. Um tilraunaverkefni er að ræða og í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir meðal annars að tilgangur verkefnisins sé „að tvöfalda hlutdeild almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, lækka samgöngukostnað […]

Hjóla- og göngubrýr vígðar í haust

Það var teiknistofan Tröð sem átti heiðurinn að vinningstillögunni í nýafstaðinni samkeppni um hönnun nýrra göngu- og hjólabrúa yfir Elliðaárósa. „Einfalt en jafnframt frumlegt og djarft form einkennir tillöguna,“ segir í umsögn dómnefndar en gert er ráð fyrir því að brýrnar verði vígðar í haust. Nánar má lesa um niðurstöður keppninnar á vef Reykjavíkurborgar.