Ganga og merkingar á gönguleiðum

Það efast enginn um að ganga er ein allra besta heilsubót sem völ er á. Á heimasíðunni http://www.ganga.is/er að finna ítarlegur upplýsingar um allar helstu gönguleiðir sem er að finna á Íslandi í dag. Ef það dugir ekki þá er alltaf hægt að hvetja sveitarfélögin/landeigendur til að búa til fleiri gönguleiðir.  Hér er tengill á leiðbeiningarrit frá […]

Áskorun til Reykjavíkurborgar um fjölgun göngugata í Reykjavík

Umræðu- og vinnufundur um göngugötur á vegum samtaka um bíllausan lífstíl var haldinn þriðjudaginn 7. júlí 2009 kl. 20:00 á Sólon. Tæplega 40 manns sóttu fundinn þar sem Magnús Jensson fór yfir þróun borgarmyndarinnar í máli og myndum og sýndi glögglega fram á hve lítill þéttleiki Reykjavíkurborgar væri (aðeins Sparta og Akureyri hafa minni þéttleika). […]

Fundur um göngugötur á Sólón þriðjudaginn 7. júlí kl. 20:00

Umræðu- og vinnufundur um göngugötur á vegum samtaka um bíllausan lífstílþriðjudaginn 7. júlí 2009 kl. 20:00 á Sólon. Magnús Jensson, arkitekt mun segja nokkur orð og síðan er hugmyndin að fá fundarmenn til að teikna inn hugmyndir, hengja upp, flokka og ræða málin og vonandi enda í sameiginlegri ályktun. Allir velkomnir,Stjórn samtaka um bíllausan lífsstíl.  

Ný stjórn samtaka um bíllausan lífsstíl er tekin til starfa

Á aðalfundi samtaka um bíllausan lífsstíl sem haldin var 28. maí næstkomandi var kjörin ný stjórn. Hana skipa Sigrún Helga Lund – formaður, Arndís A.K. Gunnarsdóttir – ritari, Ásbjörn Ólafsson – gjaldkeri, Magnús Jensson – meðstjórnandi og Katrín Anna Lund – meðstjórnandi. Auk þeirra voru Ari Tryggvason og Birgir Birgisson kosnir varamenn. Dagskrá aðalfundarins var hefðbundin aðalfundastörf […]

Þorsteinn Eggertsson

Staða: Rithöfundur og söngvaskáld Póstnúmer: Fjölskylduhagir: Í sambúð með konu Átt þú bíl: Nei. Hef aldrei átt svoleiðis nokkuð Uppáhalds staður/borg: Margir, td. Flórens og Kaupmannahöfn Hvernig ferð þú ferða þinna: Í strætó eða gangandi, enda er einkabíllinn ekki bara dýrari en strætó – ég þarf aldrei að leita að bílastæðum fyrir strætisvagnana. Hvað finnst […]