Silja Yraola er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl

Á aðalfundi félagsins þann 21. október var Silja Yraola kjörinn formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. „Samtök um bíllausan lífstíl eru hagsmunasamtök sem vilja minnka bílaumferð með því að stuðla að auknum hlut gangandi, hjólandi og þeirra sem nota strætó. Öll njótum við góðs af minnkandi bílaumferð í betra lofti, minna kolefnisspori, bættrar heilsu og meiri […]

Myndir frá bíllausa deginum

Bíllausi dagurinn heppnaðist feikilega vel og var frábær endir á Samgönguviku 2019. Miklubrautin var opin á kafla fyrir gangandi og hjólandi og hátíð var haldin á Lækjartorgi. Fjölbreyttum ferðamáta var fagnað, hvort sem fólk var gangandi, á hjóli, hlaupahjóli, stultum eða með stökkbúnað. Myndir: Hjördís Jónsdóttir

Viðtal um göngugötur

Guðrún Jóhannesdóttir – kokka Þann 1. mai er áætlað að Laugavegur og hluti Skólavörðustígs verði varanlega að göngugötum. Telurðu að sú breyting muni hafi áhrif á rekstur þinnar verslunar? Göngugöturnar munu reyndar ekki ná upp að því svæði þar sem ég er með rekstur. Þær munu fyrst um sinn vera á sama svæði og undanfarin […]

Viðtal um göngugötur

Hörður Ágústsson – Macland Laugavegi 23 Þann 1. mai er áætlað að Laugavegur og hluti Skólavörðustígs verði varanlega að göngugötum. Telurðu að sú breyting muni hafi áhrif á rekstur þinnar verslunar? Nei ég tel það ekki, heldur veit að svo verður ekki. Verslun Macland var upprunalega á Klapparstíg 30 (Sirkushúsið) þegar „Sumargötur“ voru prófaðar fyrst. […]

Gerum Laugaveginn litríkari – aðstoð óskast

Okkur hefur borist eftirfarandi skeyti: Á morgun, þriðjudaginn 22. júlí, er ætlunin að málað litríkt munstur á u.þ.b. 70 m kafla á Laugaveginum milli Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis. Málunin mun fara fram eftir kl. 12 á hádegi þegar lokað hefur verið fyrir bílaumferð um götuna. Ekki verður málað á gangstéttar svo umferð gangandi og hjólandi vegfarenda […]