Byggingarsamvinnufélag Samtaka um bíllausan lífsstíl

Félagar í Samtökum um bíllausan lífsstíl hafa ákveðið að setja á stofn byggingarsamvinnufélag. Markmið þess verður að útvega byggingalóðir í miðju Reykjavíkur og byggja þétta og umhverfisvæna byggð sem þjónar bíllausum lífstíl. Félagið verður ekki rekið með arðsemissjónarmiði, heldur er ætlunin að gera meðlimum félagsins kleift að eignast húsnæði með lágum tilkostnaði.
Á facebook má finna allar upplýsingar um markmið og núverandi verkefni félagsins.

Verið er að manna verkefnastjórn félagsins á meðan starf félagsins er skipulagt og óskum við eftir aðstoð einstaklinga sem hafa hagnýta sérþekkingu, til að mynda á íbúðamarkaði (byggingarreglugerð og lögum um almennar íbúðir), á fjármögnunarmöguleikum og styrkjum auk reynslu við verkefnastýringu.
Áhugasamir um að starfa við undirbúning félagsins hafi samband við Magnús Jensson: magnus@jensson.is.