Í tilefni komandi sveitarstjórnakosninga vilja Samtök um bíllausan lífsstíl kanna stefnu framboða um land allt í skipulags- og samgöngumálum. Við sendum fjórar stuttar spurningar á flokkana sem bjóða fram á landsvísu. Það eru samt væntanlega fleiri framboð sem við höfum ekki náð til, þannig að ef þú ert í framboði og hefur ekki fengið spurningarnar […]
Author Archives: Ritstjórn vefsins
Ályktun aðalfundar samtaka um bíllausan lífsstíl 14. apríl 2014
Samtök um bíllausan lífsstíl er þverpólitískt félag fólks sem hefur það sameiginlega áhugamál að gera bíllausan lífsstíl að vænlegri kosti en nú er. Bíllaus lífsstíll hefur jákvæð áhrif á lífs fólks og nærumhverfi. Bíllaus lífsstíl er góður fyrir samfélagið, umhverfið og lýðheilsuna. Nauðsynlegt er að gera sem flestum landsmönnum kleift að gera bíllausan lífsstíl að […]
Fundargerð aðalfundar 14. apríl 2014
Ath.: Fundargerðin er óyfirlesin. Aðalfundur samtaka um bíllausan lífsstíl haldinn á Kex-hostel 14. apríl kl. 20:00 2.904 manns var boðið. 72 sögðust ætla að mæta og 59 kannski. 24 mættu. Fundur settur kl. 20:05. Stungið var upp á Sölva Karlssyni sem fundarritara og var það stutt. Stungið var upp á Ásbirni Ólafssyni sem fundarritara og […]
Aðalfundur 14. apríl
Aðalfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl verður haldinn á Kex Hostel mánudaginn 14. apríl kl. 20. Auglýst er eftir fólki í stjórn og þáttöku í starfi samtakanna. Þeir sem vilja bjóða sig fram eru beðnir um að senda póst á billaus@billaus.is eða hafa samband við formanninn, Magnús Jensson, á Facebook.
Framlög til almenningssamgangna stóraukin
Við undirritun samningsins í dag. Mynd birt með leyfi: Vísir.is/Pjétur Í dag undirrituðu fulltrúar Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samkomulag um að stórauka fjárframlög til almenningssamgangna næstu tíu árin. Um tilraunaverkefni er að ræða og í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir meðal annars að tilgangur verkefnisins sé „að tvöfalda hlutdeild almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, lækka samgöngukostnað […]