Glæsileg byrjun á flottu átaki.

Alls tóku átján leikskólar þátt í átakinu „Labbað í leikskólann“, samstarfsverkefni Barnanna okkar og Samtaka um bíllausan lífsstíl sem haldið var dagana 14. til 18. september.  Leikskólarnir eru í stafrófsröð: Austurborg, Álftaborg, Ársól, Barnaheimilið Ós, Hálsaborg, Heiðarborg, Hof, Jörfi, Klettaborg, Kvistaborg, Laufásborg, Mánagarður, Mýri, Njálsborg, Rauðaborg, Rauðhóll, Reynisholt og Rofaborg. Foreldrar, starfsfólk og ekki síst […]

Löbbum í leikskólann!

Kæru foreldrar! Við hvetjum alla til að taka þátt í átakinu Labbað í leikskólann, sem verður haldið dagana 14. – 18. september. Geymum bílinn heima og löbbum eða hjólum með börnunum okkar í leikskólann. Þannig drögum við úr mengun og umferð við leikskólana, eigum skemmtilega samverustund með börnunum okkar og fáum góða hreyfingu í kaupbæti!

Löbbum í leikskólann.

  Samtök um bíllausan lífsstíl og Börnin okkar hafa nú tekið höndum saman og ákveðið að standa fyrir átakinu Labbað í leikskólann sem hefst 14. september  og lýkur 18. september. Undanfarin ár hefur borið talsvert á fréttum af mikilli svifryksmengun í borginni. Suma daga var mengunin svo mikil að ekki þótti ráðlegt að hleypa leikskólabörnum […]

Leiðaráætlun vetrarins komin á vefinn.

Í dag birtist leiðaráætlun Strætó fyrir næstkomandi vetur á vefnum bus.is. Leiðakerfið virðist við fyrstu sýn álíka því sem var í vor, en þó eru nokkrar breytingar, sem eru útlistaðar á síðunni. Ný áætlun mun taka gildi mánudaginn 23. ágúst. Nemakort munu kosta 8.000 kr. fyrir einungis haustönn eða 15.000 báðar annir. Stefnt er að […]