
Á aðalfundi félagsins þann 21. október var Silja Yraola kjörinn formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl.
„Samtök um bíllausan lífstíl eru hagsmunasamtök sem vilja minnka bílaumferð með því að stuðla að auknum hlut gangandi, hjólandi og þeirra sem nota strætó. Öll njótum við góðs af minnkandi bílaumferð í betra lofti, minna kolefnisspori, bættrar heilsu og meiri lífsgæða. Ég sem formaður vill að samtökin haldi áfram að vera staður fyrir fólk sem vill hafa raunverulegt val um fjölbreytta ferðamáta. Ég sé fyrir mér að forgangsverkefni okkar í Samtökum um bíllausan lífstíl sé að gera rödd samtakanna enn meira áberandi í þjóðfélagsumræðunni,“ segir Silja.
Silja starfar sem sérfræðingur í stafrænni miðlun hjá Orkuveitu Reykjavíkur.
Einar Sigurvinsson, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm, Arnór Bogason og Sigurður Ólafsson voru einnig kosin í stjórn. Þá voru Dagur Bollason og Sesselja Traustadóttir kosin varamenn í stjórn og Ásbjörn Ólafsson skoðunarmaður reikninga.