Okkur hefur borist eftirfarandi skeyti:
Á morgun, þriðjudaginn 22. júlí, er ætlunin að málað litríkt munstur á u.þ.b. 70 m kafla á Laugaveginum milli Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis. Málunin mun fara fram eftir kl. 12 á hádegi þegar lokað hefur verið fyrir bílaumferð um götuna. Ekki verður málað á gangstéttar svo umferð gangandi og hjólandi vegfarenda skerðist lítið.
Búið er að hanna munstrið sem mála skal á götuna en við óskum eftir sjálboðaliðum til að aðstoða okkur við málningarvinnuna. Margar hendur vinna létt verk og við vonumst til að fá góða aðstoð svo ljúka megi verkinu á einum eftirmiðdegi. Þess vegna leitum við til ykkar, stuðningsfólks Sumargatna og bíllauss lífsstíls. Eru einhverjir í ykkar hópi sem hafa tök á því að aðstoða okkur á morgun við að gera Laugaveginn að enn blómlegri göngugötu?
Þetta verkefni stendur og fellur með því að við fáum aðstoð við málunina og þess vegna, til þess að sjá hvort raunhæft sé að ráðast í það, biðjum við áhugasama um að kommenta hér að neðan eða senda tölvupóst á olafur.ingibergsson@reykjavik.is ef þið sjáið ykkur fært að aðstoða okkur.