Samtök um bíllausan lífsstíl sendu framboðunum nokkrar spurningar um stefnu þeirra í samgöngu- og skipulagsmálum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014. Smelltu á þitt sveitarfélag til að sjá svörin frá framboðum þar.
Sveitarfélög
Reykjavík – Akureyri – Árborg – Kópavogur – Reykjanesbær
Spurningarnar
- Hvernig ætlið þið að koma til móts við fólk sem kýs umhverfisvænan og heilsusamlegan ferðamáta þannig að það njóti þess samfélagslega sparnaðar sem af honum hlýst?
- Hvernig ætlið þið að efla almenningssamgöngur í ykkar sveitarfélagi?
- Hvernig má auka hlut hjólreiða í ykkar sveitarfélagi?
- Hverjar eru stærstu áskoranirnar í samgöngumálum í ykkar sveitarfélagi?
Ef þú ert í framboði, og þitt framboð er ekki búið að svara, skaltu senda okkur svörin á billaus@billaus.is
Þökkum Clifton Beard fyrir myndina hér að ofan