Fundargerð aðalfundar 14. apríl 2014

Ath.: Fundargerðin er óyfirlesin.

Aðalfundur samtaka um bíllausan lífsstíl haldinn á Kex-hostel 14. apríl kl. 20:00

2.904 manns var boðið. 72 sögðust ætla að mæta og 59 kannski. 24 mættu.

Fundur settur kl. 20:05.
Stungið var upp á Sölva Karlssyni sem fundarritara og var það stutt.
Stungið var upp á Ásbirni Ólafssyni sem fundarritara og var það stutt.

1. Dagskrárbreyting. Stungið var upp á að lagabreytingar yrðu fluttar fram fyrir kosningar. Það var stutt.

2. Magnús Jensson flutti „Ársskýrsla um störf stjórnar“. MJ kynnti starfsemi samtakanna. Samtökin hafa verið starfandi í mörg ár og verið misvirk í gegnum tíðina. Haldin hafa verið kvikmyndakvöld og ýmsar hugmyndir ræddar á stjórnarfundum. Spurningin er hvernig getum við á áreynslulausan hátt breytt Reykjavík til hins betra. Á síðasta aðalfundi var reynt að koma á nettengslakerfi. Samtökin hafa haldið erindi á Grænum dögum í Háskóla Ísland, tekið þátt í morgunútvarpinu og skipað fulltrúa í fagráð samgangna (það sem tók við af Umferðarráði). Öllum félögum er frjálst að skipuleggja atburði í nafni bíllaus lífsstíl enda er það í anda samtakanna. Starfið á að vera fljótandi þar sem allir eru að gera það sem þeir eru góðir í og hafa gaman af.

3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram. Engir færslur hafa átt sér stað. Félagið stendur á núlli. Sigrún Helga stofnandi samtakanna hefur greitt fyrir hýsinguna á vefnum. Félagið fékk 300 þúsund króna styrk hjá Innanríkisráðuneytinu en ekki er víst að hann sé ennþá til. Gjaldkeri reyndi að stofna prókúrú en það gekk ekki upp þar sem stjórnin var ekki uppfærð á heimasíðunni.

4. Lagabreytingar. Tillögurnar voru samþykktar með smá breytingum með öllum greiddum atkvæðum.

5. Kjör formanns til eins árs. Arnór Bogason bauð til fram og kynnti sig. Hann hefur séð um heimasíðuna og fésbókarsíðuna. Hann langar að efla starfið og hafa það skemmtilegt og gera eitthvað. „Áfram bíllaus lífsstíll“. Hann var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

6a. Kjör 3-4 meðstjórnanda til tveggja ára.
Framboð hafa borist frá: Ásbjörn Ólafsson, Magnús Jensson, Sölvi Karlsson, Sólveig Ása Tryggvadóttir, Claudia Overesch, Jóna Sólveig Elínardóttir, Orri Gunnarsson, Aron Ólafsson, Hulda Magnúsdóttir, Margrét Marteinsdóttir

Nýir stjórnarmeðlimir eru:
Sölvi Karlsson, Sólveig Ása Tryggvadóttir, Jóna Sólveig Elínardóttir, Aron Ólafsson, Hulda Magnúsdóttir, Margrét Marteinsdóttir

6b. Kjör 3-4 meðstjórnanda til eins árs.
Fyrrverandi stjórnarmeðlimir koma í þennan flokk. Þeir eru:
Ásbjörn Ólafsson, Magnús Jensson, Claudia Overesch, Orri Gunnarsson
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

7. Kjör tveggja varamanna til eins árs. Dagný Aradóttir og Bjartur Thorlacius voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

8. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga. Sóley Tómasdóttir og Elín Oddný Sigurðardóttir voru kjörnar með öllum greiddum atkvæðum.
Sölvi raðaði fólki eftir stærð.
9. Önnur mál. 
i. Umræður um starfsemi félagsins.

Hópur 1.
Spjallaði aðallega um strætó og hjólreiðar. Meira var rætt um aðferðir en málefni og aðeins um skipulagsmál. Dæmi um aðferðir. Strætó býr við það sérkenni að því fleiri sem nota hann því betri verður hann. Þegar hann er orðin frábær bætast við lestir 🙂 Best að er að fá sem flest fólk til að búa á sem minnstu svæði. Snúa þarf ofan af þessum vítahring tafa sem bílisminn skapar. Aðferðir er að fá betra greiðslukerfi í strætó og að strætó gangi lengur um kvöld og helgar, fleiri forgangsreinar. Car sharing (bílabanka) þarf að taka upp í fjölþættingu samgangna.

Hópur 2.
Sammála um allt á blaðinu. Tókum sérstaklega þetta með að skólabörn gangi í skólinn í stað þess að þau séu keyrð. Hafa göngum í skólann átak á haustinn og fá fólkið til að passa sig á börnunum í stað þess að börnin passi sig á bílunum. Við viljum kynna betur fyrir fólki hvernig það getur hætt að nota bílinn, t.d. með leiðbeiningum á vefnum. Til er uppdráttur að handbók um bíllausan lífsstíl sem þarf að virkja. Tala líka fallega um strætó og innleiða car-sharing.

Hópur 3.
Við ræddum margt. Viljum móta skýra stefna fyrir fagráð til að svara fyrir skipulagsmál og athugasemdir. Viljum betri gönguleiðir og ferjur. Skoða vöruleigubíla og car-pooling og betri hjólreiðastæði. Hugmynd að nota krítarslóða til að gera hjólreiðar sýnilegar. Sjóleiðir. Twitter. Mengunarskatt. Samferda.is. Verðlaun fyrir fyrirtæki. Yfirtaka götur, fjölga göngugötum.

Hópur 4.
Fyrir það fyrsta viljum við búa til stuðningsnet til að segja sögur af því sem við erum að gera. Hvenær getum við verið bíllaus. Ræddum einnig að færa bílastyrki yfir í samgöngustyrki. Reykjavíkurborg er ekki að standa sig í því. Samtökin ættu að vera frjór jarðvegur til að virkja fólk sem er með sniðugar hugmyndir. Vera kreatív, miðla efni og dreifa efni. Leggja gatnamót ofan á landssvæði. Umræða um róttækni, banna bílnúmer með oddatölur eða sléttar tölur! Samtök sem þessi eiga að vekja athygli á rótækum hugmyndum. Funda með stjórnmálafólki. Gísli Marteinn bauð sig fram til að stýra þeim fundi.

ii. Stofnun vinnuhópa
Orri kynnti kvikmyndaklúbbinn. Hugmyndin er að hittast fyrsta mánudag í hverjum mánuði kl. 20.00 á Kex. Tillögur um myndir og myndaval er vel þegið.
Rætt var um að stofna hóp um umferð í miðbænum.
Sóley Tómasdóttir lagði til að virkja fasbókarsíðuna til að stofna nýja hóp innan samtakanna.
Sölvi lagði til að útbúa hóp um fræðsluefni.

iii. Ályktun fundarins var kynnt og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundinum var slitið kl. 22.01
ÁÓ

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *