Ályktun aðalfundar samtaka um bíllausan lífsstíl 14. apríl 2014

Samtök um bíllausan lífsstíl er þverpólitískt félag fólks sem hefur það sameiginlega áhugamál að gera bíllausan lífsstíl að vænlegri kosti en nú er.

Bíllaus lífsstíll hefur jákvæð áhrif á lífs fólks og nærumhverfi. Bíllaus lífsstíl er góður fyrir samfélagið, umhverfið og lýðheilsuna. Nauðsynlegt er að gera sem flestum landsmönnum kleift að gera bíllausan lífsstíl að hluta af þeirra lífi.

Bíllausum lífsstíl má m.a. ná fram með því að draga úr niðurgreiðslum til einkabílsins, með eflingu hjólreiða, með eflingu gönguferða, með samgöngustefnu og samgöngusamningum, með öflugum almenningssamgöngum, með innleiðingu bílabanka, þéttingu byggðar og bættri nærþjónustu.

Þessi efling þarf að vera áþreifanleg. Bílastæði þurfa að standa undir kostnaði m.t.t. uppbyggingar, reksturs og lóðarleigu. Hjólreiðastæðum þarf að fjölga og þau þurfa að vera góð. Göngugötur eru góðar fyrir fólk. Fyrirtæki og stofnanir þurfa að setja sér markmið um vistvænar samgöngur. Almenningssamgöngur þurfa að þjóna fólkinu vel. Bílabankar eru góður kostur fyrir þá sem þurfa stundum að nota bíl. Þétting byggðar þarf að vera skynsamleg og ekki bara upp í loftið.

Við skorum á þig ágæti íbúa þess lands, sérstaklega ef þú hyggst á frama í sveitarstjórnarkosningum næsta vor eða að hafa áhrif á þá sem það ætla að gera að taka undir okkar helstu baráttumál og skrá þig í fasbókarhópinn okkar „Samtök um bíllausan lífsstíl“.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *