Bogotá Change

Á kvikmyndahátíðinni Reykjavík Shorts & Docs sem nú stendur yfir í Bíó Paradís er meðal annars sýnd heimildarmyndin Bogotá Change eftir Andreas Dalsgaard.

Myndin er „áhugaverð saga um tvo borgarstjóra í Bogotá, Antanas Mockus og Enrique Peñalosa, sem eru báðir gæddir miklum persónutöfrum hvor á sinn hátt. Á innan við 10 árum breyttu óhefðbundnar og skapandi aðferðir þeirra einni hættulegustu og spilltustu borg heims í friðsama fyrirmyndarborg.“

Kvikmyndin verður sýnd í kvöld, mánudagskvöldið 31. janúar kl. 18:00. Hér má sjá brot úr myndinni.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *