Aðalfundur 2010

 

Aðalfundur samtaka um bíllausan lífsstíl verður haldinn í Útgerðinni, Grandagarði 16, Reykjavík, þriðjudaginn 26. október næstkomandi. Á dagskrá eru venjubundin aðalfundarstörf. Hans Heiðar Tryggvason, verkefnastjóri hjá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar mun halda erindi. Hans var meðal þeirra sem stýrðu tilrauninni með hjólastíginn á Hverfisgötu og lokunum í miðbænum í sumar. Hann mun ræða þessi verkefni stuttlega.

Magnús Jensson formaður samtakanna mun einnig halda stutt erindi. Allir velkomnir.

Skv. lögum samtakanna verða tekin fyrir eftirfarandi mál:

1. Ársskýrsla um störf stjórnar

(2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram)

3. Kosningar til stjórnar

4. Lagabreytingar

5. Önnur mál

Á aðalfundinum verður m.a. kosið í stjórn samtakanna. Eftirfarandi stöður eru auglýstar: Formaður, ritari, gjaldkeri, tveir meðstjórnendur og tveir varamenn.

Þeir sem hyggja á framboð láti vinsamlega vita af sér á netfangið billaus hjá billaus.is

 

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *