Freyr Ingólfsson

Freyr Ingólfsson

Staða:
Efnaverkfræðingur

Fjölskylduhagir:
Í sambúð

Átt þú bíl:

Uppáhalds staður/borg:
Húsavík / Stokkhólmur

Hvernig ferð þú ferða þinna:
Hjóla í vinnuna og nota bílinn þegar ég þarf að versla og fara lengri vegalengdir

Hvað finnst þér um samgöngumál á stór-Reykjavíkursvæðinu:
Samgöngumál á stór-Reykjavíkursvæðinu er sniðið að þörfum einkabílsins, miklar vegalengdir og stór bílamannvirki sem taka mikið plás og eru staðsett á röngum stöðum. Flestar samgönguframkvæmdir, nýjar og gamlar, eru oft hugsuð til alltof skamms tíma. Helstu samgönguæðar eru byggðar á gömlum leiðum sem henta endilega ekki í dag og skera öll sveitarfélögin í helminga. Sundabraut er hins vegar gott dæmi um samgöngubót til að nefna eitthvað jákvætt, þar sem hægt er að losnað við tugi hringtorga og sleppa við að keyra í gegnum Mosfellsbæ. En að mínu mati er besta samgöngubótin þétting byggðar, flatarmál stór-Reykjavíkur svæðisins er allt of mikið miðað við fólksfjölda.