Göngugötur í Reykjavík, fundargerð frá 7.7.09

Samtök um bíllausan lífsstíl boðuðu til fundar starfshóps um göngugötur í Reykjavík á efri hæð á Sólon, þriðjudagskvöldið 7. júlí 2009.

Mættir voru kringum 20 fundarmenn og voru eftirtaldir viðstaddir allt til loka fundarins Sigrún Helga Lund, Svanhildur Guðmundsdóttir, Ari Tryggvason,Auður Loftsdóttir,Ásbjörn Ólafsson,Sólver Sólversson,Magnús Jensson,Bjarnheiður Kristinsdóttir,Hlynur A. Vilmarsson,Pawel Bartoszek,Ingvar Sigurjónsson,Árni Davíðsson,Morten Lange

Dagskráin mótaðist á staðnum og var eftirfarandi:
1. Fólk boðið velkomið
2.
Almenn umræða
3. Ásbjörn Ólafsson sýndi loftmyndir af helstu verslanakjörnum höfuðborgarsvæðisins
4. Magnús Jensson
hélt erindi um uppbyggingu Reykjavíkur, þróun og gerð húsa, garða og almenns rýmis í borginni
5. Skipt var í vinnuhópa og
unnar hugmyndir um göngugötur í Reykjavík
6.
Lokaályktun sett fram

Í almennri umræðu kom eftirfarandi fram:
Ókostir við bílaumferð á Laugavegi og almennt í þröngum/einstefndum götum þar sem verslanir eru staðsettar:
fólk hringsólar á bílnum við vöru- og bílastæðaleit í stað þess að leggja bílnum, ganga og skipuleggja innkaupin betur
mengun
sker í sundur flæði milli verslana sitt hvoru megin götunnar
bílastæði standa oft í vegi fyrir fólki með barnavagna, sérstaklega þar sem kaffihús eru staðsett og setja  borð út á gangstétt (betra væri að gera götuna að göngugötu og leyfa einmitt kaffihúsunum að færa sig út á götuna með borð og stóla)

Austurstræti var frá upphafi hannað sem göngugata
þessu var breytt vegna rónahræðslu
á sama hátt hefur bekkjum við Hlemm verið komið fyrir á eyju hinu meginRauðarárstígs til að bægja rónum frá – þetta er raunar tilflutningur vanda en ekki lausn enda hefur þá eldra fólk eða veikburða ekkert sæti utandyra

Nú eru breyttir tímar frá því að átakið um að breyta Laugaveginum í göngugötu fór síðast af
stað
kaupmenn voru þá mjög á móti
nú eru komnir margir nýir kaupmenn sem eru fylgjandi hugmynd um göngugötu
Laugavegurinn er ekki lengur verslunargata einvörðungu heldur blandast inn ýmisleg menningartengd starfsemi
fólk kunni ekki að nota bílastæðahús á þeim tíma

Það eru ekki bein tengsl milli viðskipta og bíla
Í verslanamiðstöðvum þarf fólk ekki að aka milli verslana
Strikið í Kaupmannahöfn
Kurfürstendamm (KuDamm) í Berlín

Það er bábylja að fólk sé hrætt við veður
Börnin eru send út að leika sér sama hvort rignir eður ei
Markaðstorg erlendis eru í notkun allt árið um kring, jafnvel í borgum þar sem veðurlag er mun kaldara og blautara en í Reykjavík (eins og t.d. í Tékklandi, Austurríki og Rússlandi) þrátt fyrir snjó, regn eða slabb og slyddu.

Hvert á rúnturinn að færast ef Laugavegi verður lokað fyrir bílaumferð?
Erfitt að spá fyrir um það
Ekki ólíklegt að dragi úr rúntinum með hækkandi bensínverði
Fólk fari frekar í göngutúr niður Laugaveginn

Það að fara í bíltúr er séríslenskt fyrirbæri
Krafan og auglýsingar um næg bílastæði sömuleiðis

Ásbjörn Ólafsson sýndi sýndi loftmyndir af verslunarkjörnum höfuðborgarsvæðisins og útskýrði aðgengi. Meðan á sýningunni stóð komu fram eftirfarandi athugasemdir og pælingar um það sem betur mætti fara:

Svæðið þar sem LHÍ átti að vera við Laugaveg
gera grænt svæði, t.d. með gosbrunni

Urðarholt í Garðabæ
hér hefur verið ákveðið að setja ný og umhverfisvænni markmið
t.d. er gætt að yfirborðsvatni, bílastæði höfð færri og betri almenningssamgöngur
svona verkefni er gott og gilt EN ætti betur heima á Laugavegi til að sýna öllum göngumenningu en ekki bara þeim sem hugsanlega eiga leið í Urriðaholtið

Kringlan
Gönguleið frá strætóskýlum í Kringluna liggur í krókum og að hluta yfir bílastæði
Illgreiðfært og hættulegt aðgengi fyrir fólk með barnavagna, sérstaklega á veturna
Skipulögð göngugata undir þaki
Meira er hugsað fyrir bílum en gangandi/hjólandi/hjólastóla aðkomu
Var á sínum tíma hönnuð fyrir aðkomu umferðar skv. Vinstri-umferð

Hjarðarhagi/Ægissíða (ekki með í loftmyndum en kom fram í umræðunni)
Hér þarf að þvera umferð til að komast áfram

Stúdentaíbúðir úti í úthverfum (ekki með í loftmyndum en kom fram í umræðunni)
Strætósamgöngur standast ekki tímatöflu
Fólk neyðist (af illri reynslu) til að stóla á bíl frekar en almenningssamgöngur

Skeifan
lítið sem ekkert öryggi fyrir gangandi vegfarendur
gangstéttar hist og her og stoppa tilviljanakennt við götur
rampur af göngubrú inn á svæðið hallar svo mjög að bíl væri varla treystandi til að aka þar upp, hvað þá fólk með barnavagn eða fólk bundið við hjólastól komist þar þægilega niður
séreignarhaldsfélag sér um og sá um uppbyggingu Skeifunnar

 

Stjörnutorg/Vitatorg
græn svæði sem hér voru áður eru komin undir bílastæði
bílastæðin lítt nýtt

Frakkastígur/Bergstaðastræti sem og Smiðjustígur/Lækjargata
margir upphitaðir göngustígar
tilvalið sem göngugötur/vistgötur

Magnús Jensson hélt erindi um uppbyggingu Reykjavíkur, þróun og gerð húsa, garða og almenns rýmis í borginni. Í erindinu kom m.a. eftirfarandi fram:
Reykjavík er ein dreifbýlasta borg heims (aðeins Sparta og Akureyri eru dreifbýlli)
Reykjavík er miklum mun dreifbýlli en þær borgir í Evrópu og sér í lagi á Norðurlöndum sem við helst berum okkur saman við
Í upphafi byggðar voru götur ekki gerðar fyrir bílaumferð
Byggð var fremur þétt í byrjun
1920 fékk Ísland þann vafasama titil að hafa flesta bíla miðað við höfðatölu og hefur haldið honum síðan
Í miðbænum var upprunalega iðnaðarsvæði í kring þótt byggðin væri öll fremur lágreist
Mannvirki á borð við stór mislæg gatnamót (Snorrabraut/Miklabraut t.d.) og háhýsi (Skuggahverfið) eiga ekki heima í miðbænum heldur í úthverfunum
Á Íslandi skortir mjög á virðingu fyrir landi
þetta sést t.d. í fjölda bílastæða
og fjölda fermetra innanhúss miðað við fjölda fermetra utanhúss á íbúðarlóðum
Hús eru nú með 1m² innandyra á móti hverjum 3-4 m² garði
Þetta hlutfall mætti að ósekju minnka í 1 m² hús vs. 1,8 m² garður án þess að skerða sólarstundir mikið

Hugmyndin, sem fór mjög vaxandi og er enn við lýði, um að sólar njóti í og við hús (skugga beri ekki af nærliggjandi húsum) er einstök fyrir höfuðborg
Götur skera í sundur og lítið er hugsað fyrir annarri umferð en bílumferð
Í borg á borð við Kaupmannahöfn hefur með góðum árangri verið komið fyrir svokölluðum grænum trefli þar sem fólk getur gengið og hjólað ferða sinna í vinnuna
Græn svæði má nýta betur sem samgönguæðar
Nú er oft betra aðgengi frá bíl/bílskúr/bílastæðahúsi að íbúðarhúsnæði heldur en frá gangstétt!

Umræður meðan á erindi Magnúsar stóð:
Kaupmaðurinn á horninu hvarf
Ekki lengur allt í göngufæri
Fólk notar nú bílinn oftar, meira að segja í 2/3 tilvika þegar um vegalengd undir 200 m er að ræða (skv. Samgönguskipulagi Línuhönnunar)

Mikill hluti tíma fólks fer í að vinna fyrir bílnum og menningu kringum hann
Rekstur á meðaleinkabíl skv. FÍB er milljón á ári
Samgöngustefna fyrirtækja (sem verðlaunuð hefur verið nýlega af Samtökum um bíllausan lífsstíl) hvetur starfsfólk fyrirtækja til minni bílanotkunar

Hvað varð um hverfisskólana?
Umferð menntskælinga eykst mjög þegar þeir sækja menntaskóla fjarri heimili sínu
HR við Öskjuhlíð er staðsettur þar sem enginn/fáir munu nota almenningssamgöngur (þó er hjólbrautin úr Fossvogi ágæt)

 

Skoða mætti nánar verkefni frá Belfast og Hannover
Í Belfast skilaði miklum árangri í átt til minni bílnotkunar að lækka hámarkshraða
Í Hannover stuðla vistgötur að því að sum hverfi eru nánast orðin bíllaus
Katrín Lund ætlar að setja inn vefsíður um þetta

Ílöng græn svæði eða grænir treflar til að fara í vinnuna
Laugardalur og Elliðaárdalur kannski dæmi um þetta
Setja mætti grænan trefil milli akbrauta, þannig að umferð í eina átt sé öðru megin trefilsins og umferð í hina áttina hinu megin.
Hér eru hjólastígar oft lagðir eins og þeir séu ekki raunverulegur ferðamáti – fólk sé bara að trimma og vilji ekki komast á sem hagkvæmastan hátt milli tveggja staða

Milli Seljavegar og Framnesvegar er göngugata
samt eru þar merkingar fyrir bíla
einnig bílskúrar

Torgið við söluturninn Drekann
þar standa nú bílar
frekar mætti setja út borð og stóla fyrir kaffihúsið og jafnvel gera torgið grænna

Óðinstorg
undirlagt af bílastæði

Ef Miklabraut fer í stokk þá væri Rauðarárstígur fín æð í átt að miðbænum, þ.e. tengir Vatnsmýri og Kringlu við miðbæinn
Þykir ófínt að ganga?
Athugasemdir frá vinnufélögum
Þykir skrýtið ef fólk á ekki bíl

Nú hófust umræður um göngugötur í hópum og var þá unnið með kort af miðbæjarsvæðinu.

Niðurstöður fjölluðu um hvaða götur skyldu vera göngugötur, hverjar fara í stokk, hvaða götur skyldu vera vistgötur ofl. sem Magnús tók að sér að taka saman í yfirlitskort. Annað sem fram fór í töluðu/skrifuðu máli kemur fram hér, sumt flokkað eftir hópum ef því var skilað á sérblaði:

Forgangsatriði að gera Laugaveg að göngugötu
Breyta þarf hugarfarinu um að bíllinn sé regnjakki og að leggja þurfi alveg upp við húsið
Sporvagn
Þeir eru dýrir
Þeir hvetja til notkunar almenningssamgangna (sbr. eru á sérbraut og fólk sér þá þjóta hjá þegar það situr fast í umferðarteppu á álagstímum)
BRT = Bus Rapid Transit = forgangsakreinar strætisvagna
eru til en ekki virtar
Hafa þarf samband og samráð við verslunarmenn um þróun miðbæjarins
ekki þó bara verslunarmenn enda hefur önnur menningartengd þjónusta aukist mjög í miðbænum
Hugmynd Sólvers um að sýna verslunareigendum að velta aukist við gerð göngugötu
auka skjól fyrir veðri við Laugaveg
planta greni fyrir helstu vindstrengi inn á verslunargötur
gróður og bekkir
velta eykst með betra aðgengi
breyta bílastæðum framan við verslanir í hjólabrautir og breiðari göngugötur með bekkjum og útivistaraðstöðu

Hugmynd Sólvers um að sýna almenningi að gaman sé að rölta göngugötu og versla:
Hjólastæðasvæði undir eftirliti
Greiðvirkar almenningssamgöngur og samgöngur
Sporvatn upp og niður (til hliðar við?) göngugötusvæðið
Aðgengileg strætóskýli
Loka fyrir bílaumferð (nema fyrir vöruflutninga á ákv. tímum sólarhringsins og slökkvilið, sjúkralið og lögreglu)

Hugmynd Sólvers um húsfyllingu út frá Laugavegi
Gera túbu við Hverfisgötu þannig að þak hennar sé á hæð við Laugaveg
tekur burt hallann
efri hæðir við Hverfisgötu verða fyrsta hæð
neðri hæðir við Hverfisgötu verða ofan í túbunni, þ.e. neðanjarðar
ábending um að svipað var gert í Seattle á sínum tíma

Hugmyndir hóps með Morten sem ritara:
þegar göngugötur eru gerðar er eðlilegt að bílastæði fari, þá mun þrengjast um önnur bílastæði
Setja gjald á bílastæðin og boða íbúakort
koma á samræðum við íbúa og verslunareigendur
það þarf að leggja vinnu í því að fá þessa hópa með í umræðuna
þá finnst öllum þeir eiga þátt í lausnunum (þær verða þeirra eigin)
Á ráðstefnu Skipulagsstofnunar, Mótun byggðar, koma tveir sérfræðingar breskur og danskur
ná sambandi við þessa sérfræðinga
leita fyrirmynda og dæmisagna erlendis frá
koma á tengslum við verslunareigendur sem hafa gengið í gegnum svona breytingar
fá þá til að miðla af sinni reynslu

Hugmyndir hóps með Bjarnheiði sem ritara:
Takmarka ætti stærð einkabíla í 101
Jeppa mætti geyma utan miðbæjarkjarnans og ferðast til þeirra með almenningssamgöngum
Færa rafbílastæði við Laugaveg eitthvert annað
Í sjálfu sér gott framtak að auka og benda á notkun rafbíla
Slæm staðsetning samt að hafa þetta á Laugaveginum
Rafbílar eru hljóðlátir og geta skotið gangandi vegfarendum skelk í bringu ef þeir búast ekki við umferð
Þessi hópur vildi setja margar götur í stokka
Tengja betur svæði
Bílar ferðast meira lengri vegalengdir, beina braut, á meðan gangandi vegfarendur vilja þvera á mismunandi stöðum
Hafa sporvagn ofan á stokkunum eða greiða einhvern veginn leið fyrir almenningssamgöngur

Hugmyndir hóps með Auði sem ritara:
Ókeypis í strætó
Hafa bílastæðahús opin allan sólarhringinn
Fjarlægja bílastæði
Minnka umferðarhraðaÍ fundarlok tók Ásbjörn saman ályktun (sjá aðra frétt).

Loks var ákveðið að hittast aftur til skrafs og ráðagerða að tveimur til þremur vikum liðnum.

Þessa fundargerð ritaði Bjarnheiður Kristinsdóttir

 

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *