Umræðu- og vinnufundur um göngugötur á vegum samtaka um bíllausan lífstíl var haldinn þriðjudaginn 7. júlí 2009 kl. 20:00 á Sólon. Tæplega 40 manns sóttu fundinn þar sem Magnús Jensson fór yfir þróun borgarmyndarinnar í máli og myndum og sýndi glögglega fram á hve lítill þéttleiki Reykjavíkurborgar væri (aðeins Sparta og Akureyri hafa minni þéttleika).

Fundarmönnum var að loknum fyrirlestri skipt í 5 vinnuhópa sem mótuðu tillögur að breyttri borgarmynd og snerust tillögurnar m.a. um nauðsyn þess að fjölga stokkum, fækka bílastæðum, kanna hagkvæmni sporvagna og síðast en ekki síst að fjölga göngugötum.

Samþykkt var að senda áskorun til Reykjavíkurborgar og fjölmiða sem væri á þessa leið.

Á félagsfundi Samtaka um bíllausan lífsstíl var samþykkt einróma að skora á Reykjavíkurborg að fjölga göngugötum í Reykjavík. Lagt er til að gera Austurstræti og Pósthússtræti að göngugötum strax og hafa það þannig a.m.k. út ágúst. Einnig ætti að gera Bankastræti og Laugaveginn að Frakkastíg að göngugötum á góðviðrisdögum. Útfærslan þarf þó að vera þannig að íbúar geti komist til og frá heimilum sínum og verslanir fyllt á lagera. Samtök um bíllausan lífsstíl er þverpólitískt félag fólks sem hefur það sameiginlega áhugamál að gera bíllausan lífsstíl að vænlegri kosti en nú er. Markmið félagsins er ekki að berjast gegn einkabílum eða bíleigendum, heldur einungis að stuðla að fjölbreyttari samgöngum og berjast fyrir því að jafnræðis sé gætt milli ólíkra samgöngukosta.www.billaus.is

Austurstræti sem göngugata

 

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *