Ný stjórn samtaka um bíllausan lífsstíl er tekin til starfa

Á aðalfundi samtaka um bíllausan lífsstíl sem haldin var 28. maí næstkomandi var kjörin ný stjórn. Hana skipa Sigrún Helga Lund – formaður, Arndís A.K. Gunnarsdóttir – ritari, Ásbjörn Ólafsson – gjaldkeri, Magnús Jensson – meðstjórnandi og Katrín Anna Lund – meðstjórnandi. Auk þeirra voru Ari Tryggvason og Birgir Birgisson kosnir varamenn.

Dagskrá aðalfundarins var hefðbundin aðalfundastörf auk þess sem
1. Sesselja Traustadóttir, kennari ,flutti erindið: „Á götuna með Hjólafærni“.
2. Þorsteinn R. Hermannsson, verkfræðingur og starfsmaður Mannvits kynnti samgöngustyrk Mannvits sem hann átti m.a. frumkvæðið að
3. Katrín Anna Lund, mannfræðingur og lektor við HÍ kynnti rannsóknir sínar á samskiptum farþega í Belfast og heimfærði á Reykjavík.

Skv. skráningum á Facebook mættu um 67 manns á atburðinn en samtökin hafa ekki enn eignast gestabók svo sú þátttaka er óstaðfest en þó ekki fjarri lagi.

Ný stjórn hittist formlega á stjórnarfundi í dag þar sem m.a. var rætt um starfseminu framundan. Fyrirhugað er að halda allt að mánaðarlega umræðufundi og stefnt er að næsta fundi strax í næstu viku þar sem málefnið yrði „Laugavegur – göngugata ?“

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *