Þorsteinn Eggertsson

Þorsteinn Eggertsson

Staða:
Rithöfundur og söngvaskáld

Póstnúmer:

Fjölskylduhagir:
Í sambúð með konu

Átt þú bíl:
Nei. Hef aldrei átt svoleiðis nokkuð

Uppáhalds staður/borg:
Margir, td. Flórens og Kaupmannahöfn

Hvernig ferð þú ferða þinna:
Í strætó eða gangandi, enda er einkabíllinn ekki bara dýrari en strætó – ég þarf aldrei að leita að bílastæðum fyrir strætisvagnana.

Hvað finnst þér um samgöngumál á stór-Reykjavíkursvæðinu:
Allt of mikið af bílum og allt of mikið af vegaslaufum (mislægum gatnamótum). Í staðinn fyrir allar slaufurnar væri (eða hefði verið) hægt að byggja upp nokkuð gott lestakerfi. Það er misskilningur að lestakerfi í borgum þurfi öll að vera grafin neðanjarðar. Sjáið td. Kaupmannahöfn og Dublin (ég hef búið í báðum borgunum). Þar er meira en helmingur lestakerfanna ofanjarðar. Lestakerfi væri hagkvæmt í Reykjavík og nágrenni þar sem fólk eyðir ómældum tíma á köldum vetrardögum í að skafa frost af bílrúðum – og þarf að skipta um dekk amk. tvisvar á ári.