Stofnfundur samtakanna

Stofnfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, miðvikudaginn 17. september kl. 20:00.

Á stofnfundi verður kosið í stjórn, lög samþykkt og fyrirhuguð starfsemi kynnt. Hér með er auglýst eftir framboðum í fimm manna stjórn, þ.e. formann, ritara, gjaldkera og tvo meðstjórnendur og hvetjum við þá sem hafa áhuga að hafa samband við
Sigrúnu (shl1 hjá hi.is).

Mjög mikilvægt er að áhugasamir fjölmenni á fundinn og sýni málefninu stuðning.

Bendi á að drög að lögum félagsins eru komin hér inn á síðuna.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *