Fundargerð aðalfundar 8. október 2017

Talað um fé sem fékkst úr borgarsjóði
-ákveðið að fara eftir lýsingu í umsókn – halda einn eða tvo viðburði – jafnvel fá erlendan fyrirlesara.

Ákveðið að biðja gjaldkera Ásbjörn Ólafsson að grafast fyrir um fá frá innanríkisráðuneyti

Ákveðið að reyna að fá fé inní félagsstarfið til að sinna málefninu betur

Ákveðið að halda fund með fulltrúum framboðslista fyrir kosningar

Hugmynd um Byggingarfélag Samtaka um bíllausan lífsstíl kynnt

Viðstaddir allir ráðnir í stjórn nema einn:

Edda Ívarsdóttir
Eva Björk Benediktsdóttir
Kristleifur Björnsson
Magnús Jensson
Björn Teitsson

Lilja G. Karlsdóttir
-í sambandi við styrki

Fundargerð aðalfundar 13. september 2016

Aðalfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl 13. sept 2016

Fundarstjóri: Arnór Bogason
Fundarritari: Magnús Jensson

Farið í gegnum dagskrá samtakanna síðan á síðasta aðalfundi.

Farið í gegnum fjármál og að það séu til rúmar 5000 krónur og það þurfi að safna meiru fyrir vefhýsingu og léni.

Bókhhald samþykkt.

Formannsframboð – Björn Teitson er einróma kjörinn formaður.

Meðstjórnendur: Orri Gunnarsson, Arnór Bogason og Magnús Jensson, Ásbjörn Ólafsson, Rúna Vala Þorgrímsdóttir.

Lagabreytingar: Nei.

Önnur mál – bíókvöld rædd.

Ályktun Samtaka um bíllausan lífsstíl um Sumargötur

Það er ljóst að vélknúin ökutæki skipa ekki stóran sess þegar kemur að umferð um Laugaveginn. Samt taka þau mikilvægt pláss frá gangandi og hjólandi. Aðrar götur í kring eins og Sæbraut eru betri fyrir bíla og Hverfisgatan hentar ágætlega fyrir þau sem vilja komast akandi í verslanir á götunni. Nóg er um bílastæði allt í kring og leggja má í bílastæðahúsum með góðum aðgangi að Laugavegi. Stæði á Laugavegi eru hvort eð er fá, þau eru umsetin og mörg í notkun yfir allan daginn.

Sumargöturnar voru ágætis byrjun en Samtök um bíllausan lífsstíl telja ljóst að það sé kominn tími til að stíga skrefinu lengra og banna akandi umferð á stórum hluta Laugavegs og Skólavörðustígs frá Bergastaðastræti með öllu, allan sólarhringinn, árið um kring. Umferð vélknúinna ökutækja á Laugavegi, a.m.k. frá Frakkastíg og niður að Lækjargötu ætti þannig að takmarkast við þjónustubifreiðar um dagpart. Þó þyrfti að huga sérstaklega að þörfum hreyfihamlaðs fólks og þeirra sem eiga erfitt með gang.

Sambærilegar götur í norðlægum borgum eru ekki opnar fyrir bílaumferð, hvorki á sumrin né á öðrum árstímum, og nú þegar það stendur til að gera Laugaveginn upp er mikilvægt að sníða götuna að þörfum þeirra sem nota hana mest.

Ályktunin var unnin upp úr innleggjum á Facebook-hóp samtakanna.

Gerum Laugaveginn litríkari – aðstoð óskast

Okkur hefur borist eftirfarandi skeyti:

Á morgun, þriðjudaginn 22. júlí, er ætlunin að málað litríkt munstur á u.þ.b. 70 m kafla á Laugaveginum milli Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis. Málunin mun fara fram eftir kl. 12 á hádegi þegar lokað hefur verið fyrir bílaumferð um götuna. Ekki verður málað á gangstéttar svo umferð gangandi og hjólandi vegfarenda skerðist lítið.

Búið er að hanna munstrið sem mála skal á götuna en við óskum eftir sjálboðaliðum til að aðstoða okkur við málningarvinnuna. Margar hendur vinna létt verk og við vonumst til að fá góða aðstoð svo ljúka megi verkinu á einum eftirmiðdegi. Þess vegna leitum við til ykkar, stuðningsfólks Sumargatna og bíllauss lífsstíls. Eru einhverjir í ykkar hópi sem hafa tök á því að aðstoða okkur á morgun við að gera Laugaveginn að enn blómlegri göngugötu?

Þetta verkefni stendur og fellur með því að við fáum aðstoð við málunina og þess vegna, til þess að sjá hvort raunhæft sé að ráðast í það, biðjum við áhugasama um að kommenta hér að neðan eða senda tölvupóst á olafur.ingibergsson@reykjavik.is ef þið sjáið ykkur fært að aðstoða okkur.

sumargotur@reykjavik.is

sumargotur

Yfirlýsing Samtaka um bíllausan lífsstíl vegna greiðslumats og bifreiðaútgjalda

Undanfarið hafa borist sífellt fleiri fréttir af því hversu illa fólki gengur að komast í gegnum greiðslumat til að festa kaup á íbúð. Í liðinni viku var fjallað um málið í tengslum við kostnað við samgöngur. Í tengslum við þá umfjöllun vilja Samtök um bíllausan lífstíl koma eftirfarandi á framfæri.

Skv. frétt um málið sem birtist á vef RÚV er gert ráð fyrir kostnaði við samgöngur upp á 74 þúsund krónur á mánuði. Samtök um bíllausan lífsstíl segja þetta fyrirkomulag mjög gagnrýnivert og raunar stórfurðulegt. Því fer fjarri að allir þeir sem vilja kaupa sér eigið húsnæði eigi og reki bíl. Í slíkum tilfellum notast fólk við hjól, tvo jafnfljóta eða almenningssamgöngur sem samgöngutæki.

Samtökin nefna sem dæmi kostnað einstaklings sem átt hefur þrjú reiðhjól á tíu ára tímabili og sinnt öllu nauðsynlegu viðhaldi á hjólunum á þeim tíma. Að meðaltali er kostnaður þessa einstaklings um 2000 kr. á mánuði. Kostnaðurinn getur auðvitað verið ýmis konar og ólíkur milli einstaklinga, en við getum fullyrt að hann fer aldrei upp í 74 þúsund krónur á mánuði.

Græna kortið er dýrasti valkostur þeirra sem nota Strætó daglega á höfuðborgarsvæðinu og kostar 9.300 kr á mánuði. Það sjá allir sem sjá vilja að kostnaðurinn við þessa samgöngumáta kemst ekki nálægt því sem það kostar að eiga og reka bíl. Engu að síður virðast fjármálastofnanir ekki í einhverjum tilvikum vilja taka þetta með í reikninginn þegar þær taka sér úrskurðarvald um framtíðarbúsetu viðskiptavina sinna.

Samtök um bíllausan lífstíl gagnrýna þá stefnu að forsenda þess að geta eignast þak yfir höfuðið sé skuldbinding um að halda áfram að stuðla að hlýnun jarðar.

Bankar og aðrar fjármálastofnanir hafa vald yfir framtíðarmöguleikum almennings til búsetu, bæði hvað búsetuform og staðsetningu snertir. Slíkar stofnanir ættu að taka fullt tillit til þess þegar einstaklingar og fjölskyldur notast við umhverfisvæna og heilbrigða samgöngukosti eins og hjólreiðar, göngu og almenningssamgöngur.

Jafnframt vilja samtökin beina því til slíkra stofnana að sýna samfélagsábyrgð í verki og heiðra eigin umhverfisstefnur með því að hvetja viðskiptavini sína til að taka upp umhverfisvæna samgöngumáta. Þetta mætti til dæmis gera með lægri vöxtum á húsnæðislánum, eða niðurfellingu annarra gjalda.

Reykjavík, 1. júlí 2014

Kosningar 2014

Samtök um bíllausan lífsstíl sendu framboðunum nokkrar spurningar um stefnu þeirra í samgöngu- og skipulagsmálum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014. Smelltu á þitt sveitarfélag til að sjá svörin frá framboðum þar.

Sveitarfélög

ReykjavíkAkureyriÁrborgKópavogurReykjanesbær

Spurningarnar

  1. Hvernig ætlið þið að koma til móts við fólk sem kýs umhverfisvænan og heilsusamlegan ferðamáta þannig að það njóti þess samfélagslega sparnaðar sem af honum hlýst?
  2. Hvernig ætlið þið að efla almenningssamgöngur í ykkar sveitarfélagi?
  3. Hvernig má auka hlut hjólreiða í ykkar sveitarfélagi?
  4. Hverjar eru stærstu áskoranirnar í samgöngumálum í ykkar sveitarfélagi?

Ef þú ert í framboði, og þitt framboð er ekki búið að svara, skaltu senda okkur svörin á billaus@billaus.is

Þökkum Clifton Beard fyrir myndina hér að ofan

Samgöngumál í sveitarstjórnarkosningum

Í tilefni komandi sveitarstjórnakosninga vilja Samtök um bíllausan lífsstíl kanna stefnu framboða um land allt í skipulags- og samgöngumálum. Við sendum fjórar stuttar spurningar á flokkana sem bjóða fram á landsvísu. Það eru samt væntanlega fleiri framboð sem við höfum ekki náð til, þannig að ef þú ert í framboði og hefur ekki fengið spurningarnar skaltu endilega senda okkur svör frá þínu framboði á billaus@billaus.is.

Spurningarnar eru eftirfarandi:

  1. Hvernig ætlið þið að koma til móts við fólk sem kýs umhverfisvænan og heilsusamlegan ferðamáta þannig að það njóti þess samfélagslega sparnaðar sem af honum hlýst?
  2. Hvernig ætlið þið að efla almenningssamgöngur í ykkar sveitarfélagi?
  3. Hvernig má auka hlut hjólreiða í ykkar sveitarfélagi?
  4. Hverjar eru stærstu áskoranirnar í samgöngumálum í ykkar sveitarfélagi?

Við bíðum spennt eftir svörum, en þau verða birt hér á vefnum, í Facebook-hóp samtakanna og víðar.

Ályktun aðalfundar samtaka um bíllausan lífsstíl 14. apríl 2014

Samtök um bíllausan lífsstíl er þverpólitískt félag fólks sem hefur það sameiginlega áhugamál að gera bíllausan lífsstíl að vænlegri kosti en nú er.

Bíllaus lífsstíll hefur jákvæð áhrif á lífs fólks og nærumhverfi. Bíllaus lífsstíl er góður fyrir samfélagið, umhverfið og lýðheilsuna. Nauðsynlegt er að gera sem flestum landsmönnum kleift að gera bíllausan lífsstíl að hluta af þeirra lífi.

Bíllausum lífsstíl má m.a. ná fram með því að draga úr niðurgreiðslum til einkabílsins, með eflingu hjólreiða, með eflingu gönguferða, með samgöngustefnu og samgöngusamningum, með öflugum almenningssamgöngum, með innleiðingu bílabanka, þéttingu byggðar og bættri nærþjónustu.

Þessi efling þarf að vera áþreifanleg. Bílastæði þurfa að standa undir kostnaði m.t.t. uppbyggingar, reksturs og lóðarleigu. Hjólreiðastæðum þarf að fjölga og þau þurfa að vera góð. Göngugötur eru góðar fyrir fólk. Fyrirtæki og stofnanir þurfa að setja sér markmið um vistvænar samgöngur. Almenningssamgöngur þurfa að þjóna fólkinu vel. Bílabankar eru góður kostur fyrir þá sem þurfa stundum að nota bíl. Þétting byggðar þarf að vera skynsamleg og ekki bara upp í loftið.

Við skorum á þig ágæti íbúa þess lands, sérstaklega ef þú hyggst á frama í sveitarstjórnarkosningum næsta vor eða að hafa áhrif á þá sem það ætla að gera að taka undir okkar helstu baráttumál og skrá þig í fasbókarhópinn okkar „Samtök um bíllausan lífsstíl“.

Fundargerð aðalfundar 14. apríl 2014

Ath.: Fundargerðin er óyfirlesin.

Aðalfundur samtaka um bíllausan lífsstíl haldinn á Kex-hostel 14. apríl kl. 20:00

2.904 manns var boðið. 72 sögðust ætla að mæta og 59 kannski. 24 mættu.

Fundur settur kl. 20:05.
Stungið var upp á Sölva Karlssyni sem fundarritara og var það stutt.
Stungið var upp á Ásbirni Ólafssyni sem fundarritara og var það stutt.

1. Dagskrárbreyting. Stungið var upp á að lagabreytingar yrðu fluttar fram fyrir kosningar. Það var stutt.

2. Magnús Jensson flutti „Ársskýrsla um störf stjórnar“. MJ kynnti starfsemi samtakanna. Samtökin hafa verið starfandi í mörg ár og verið misvirk í gegnum tíðina. Haldin hafa verið kvikmyndakvöld og ýmsar hugmyndir ræddar á stjórnarfundum. Spurningin er hvernig getum við á áreynslulausan hátt breytt Reykjavík til hins betra. Á síðasta aðalfundi var reynt að koma á nettengslakerfi. Samtökin hafa haldið erindi á Grænum dögum í Háskóla Ísland, tekið þátt í morgunútvarpinu og skipað fulltrúa í fagráð samgangna (það sem tók við af Umferðarráði). Öllum félögum er frjálst að skipuleggja atburði í nafni bíllaus lífsstíl enda er það í anda samtakanna. Starfið á að vera fljótandi þar sem allir eru að gera það sem þeir eru góðir í og hafa gaman af.

3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram. Engir færslur hafa átt sér stað. Félagið stendur á núlli. Sigrún Helga stofnandi samtakanna hefur greitt fyrir hýsinguna á vefnum. Félagið fékk 300 þúsund króna styrk hjá Innanríkisráðuneytinu en ekki er víst að hann sé ennþá til. Gjaldkeri reyndi að stofna prókúrú en það gekk ekki upp þar sem stjórnin var ekki uppfærð á heimasíðunni.

4. Lagabreytingar. Tillögurnar voru samþykktar með smá breytingum með öllum greiddum atkvæðum.

5. Kjör formanns til eins árs. Arnór Bogason bauð til fram og kynnti sig. Hann hefur séð um heimasíðuna og fésbókarsíðuna. Hann langar að efla starfið og hafa það skemmtilegt og gera eitthvað. „Áfram bíllaus lífsstíll“. Hann var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

6a. Kjör 3-4 meðstjórnanda til tveggja ára.
Framboð hafa borist frá: Ásbjörn Ólafsson, Magnús Jensson, Sölvi Karlsson, Sólveig Ása Tryggvadóttir, Claudia Overesch, Jóna Sólveig Elínardóttir, Orri Gunnarsson, Aron Ólafsson, Hulda Magnúsdóttir, Margrét Marteinsdóttir

Nýir stjórnarmeðlimir eru:
Sölvi Karlsson, Sólveig Ása Tryggvadóttir, Jóna Sólveig Elínardóttir, Aron Ólafsson, Hulda Magnúsdóttir, Margrét Marteinsdóttir

6b. Kjör 3-4 meðstjórnanda til eins árs.
Fyrrverandi stjórnarmeðlimir koma í þennan flokk. Þeir eru:
Ásbjörn Ólafsson, Magnús Jensson, Claudia Overesch, Orri Gunnarsson
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

7. Kjör tveggja varamanna til eins árs. Dagný Aradóttir og Bjartur Thorlacius voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

8. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga. Sóley Tómasdóttir og Elín Oddný Sigurðardóttir voru kjörnar með öllum greiddum atkvæðum.
Sölvi raðaði fólki eftir stærð.
9. Önnur mál. 
i. Umræður um starfsemi félagsins.

Hópur 1.
Spjallaði aðallega um strætó og hjólreiðar. Meira var rætt um aðferðir en málefni og aðeins um skipulagsmál. Dæmi um aðferðir. Strætó býr við það sérkenni að því fleiri sem nota hann því betri verður hann. Þegar hann er orðin frábær bætast við lestir 🙂 Best að er að fá sem flest fólk til að búa á sem minnstu svæði. Snúa þarf ofan af þessum vítahring tafa sem bílisminn skapar. Aðferðir er að fá betra greiðslukerfi í strætó og að strætó gangi lengur um kvöld og helgar, fleiri forgangsreinar. Car sharing (bílabanka) þarf að taka upp í fjölþættingu samgangna.

Hópur 2.
Sammála um allt á blaðinu. Tókum sérstaklega þetta með að skólabörn gangi í skólinn í stað þess að þau séu keyrð. Hafa göngum í skólann átak á haustinn og fá fólkið til að passa sig á börnunum í stað þess að börnin passi sig á bílunum. Við viljum kynna betur fyrir fólki hvernig það getur hætt að nota bílinn, t.d. með leiðbeiningum á vefnum. Til er uppdráttur að handbók um bíllausan lífsstíl sem þarf að virkja. Tala líka fallega um strætó og innleiða car-sharing.

Hópur 3.
Við ræddum margt. Viljum móta skýra stefna fyrir fagráð til að svara fyrir skipulagsmál og athugasemdir. Viljum betri gönguleiðir og ferjur. Skoða vöruleigubíla og car-pooling og betri hjólreiðastæði. Hugmynd að nota krítarslóða til að gera hjólreiðar sýnilegar. Sjóleiðir. Twitter. Mengunarskatt. Samferda.is. Verðlaun fyrir fyrirtæki. Yfirtaka götur, fjölga göngugötum.

Hópur 4.
Fyrir það fyrsta viljum við búa til stuðningsnet til að segja sögur af því sem við erum að gera. Hvenær getum við verið bíllaus. Ræddum einnig að færa bílastyrki yfir í samgöngustyrki. Reykjavíkurborg er ekki að standa sig í því. Samtökin ættu að vera frjór jarðvegur til að virkja fólk sem er með sniðugar hugmyndir. Vera kreatív, miðla efni og dreifa efni. Leggja gatnamót ofan á landssvæði. Umræða um róttækni, banna bílnúmer með oddatölur eða sléttar tölur! Samtök sem þessi eiga að vekja athygli á rótækum hugmyndum. Funda með stjórnmálafólki. Gísli Marteinn bauð sig fram til að stýra þeim fundi.

ii. Stofnun vinnuhópa
Orri kynnti kvikmyndaklúbbinn. Hugmyndin er að hittast fyrsta mánudag í hverjum mánuði kl. 20.00 á Kex. Tillögur um myndir og myndaval er vel þegið.
Rætt var um að stofna hóp um umferð í miðbænum.
Sóley Tómasdóttir lagði til að virkja fasbókarsíðuna til að stofna nýja hóp innan samtakanna.
Sölvi lagði til að útbúa hóp um fræðsluefni.

iii. Ályktun fundarins var kynnt og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundinum var slitið kl. 22.01
ÁÓ